Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 237
HÖFUNDATAL
395
Danmörk var hertekin, hefur hann gerzt skáld
þjóðernisbaráttunnar, og hafa kvæði hans verið
gefin út með leynd í Danmörku. Ókunnugt er,
hvar Poul Sörensen dvelur nú“. (Samkv. upp-
lýsingum, sem sendiráð Dana hefur útvegað
Helgafelli frá danska ráðinu í London).
READ, HERBERT. Ljóðskáld, listfræðingur,
heimspekingur og rithöfundur. Prófessor í fögr-
um listum við háskólann í Edinborg um skeið.
Gaf út tímaritið Burlington Magazine 1934—9,
nú einn af aðstandendum tímaritsins Trans-
jormation. Helztu rit hans eru: Art Nou) (Faber
& Faber), víðtækt og greinagott yfirlit um
stefnur og strauma í nútímamyndlist, Art and
Industry (Faber & Faber), ágæt bók um
gagnkvæm áhrif listar og iðnaðar nú á tím-
um, The Meaning of Art (Faber & Faber),
leiðarvísir til skilnings á sögu og lögmálum
myndlistar, Surrealism (Faber & Faber), safn-
rit, sem H. R. hefur gefið út, með greinum
eftir ýmsa forvígismenn súrrealismans og mikl-
um myndakosti, Art and Society (Heinemann),
um samfélagsviðhorf listarinnar, og loks Educ-
ation through Art (Faber & Faber), mjög um-
rædd bók nýútkomin, þar sem höfundurinn
heldur fram þeirri skoðun, að gera beri list-
fræðslu að snörum þætti alls uppeldis og fjall-
ar ýtarlega um listræna hæfileika barna.
SIGURÐUR EINARSSON. F. að Amgeirs-
stöðum í Fljótshlíð 29. okt. 1898, stúdent 1922,
tók guðfræðispróf 1926. Prestur í Flatey á
Breiðafirði um tveggja ára skeið, en hætti
prestsskap og dvaldist erlendis á annað ár við
framhaldsnám. Hefur síðan gegnt ýmsum störf-
um, verið fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu, setið
á Alþingi um hríð og síðan í útvarpsráði, haft á
hendi dósentsembætti í guðfræði frá því um
haustið 1937, unz hann sagði því af sér á s. 1.
vori. Er nú skrifstofustjóri í Fræðslumálaskrif-
stofunni. Gaf út ljóðabókina Hamar og sig<5
árið 1930 og mun um þessar mundir vera að
búa útgáfu á nýju kvæðasafni undir prent-
un.
SNORRI ARINBJARNAR. F. í Rvík 1901,
sonur Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar bóksala og
konu hans, Sigríðar Jakobsdóttur. Stundaði
myndlistarnám í Khöfn og í Osló, hjá Aksel
Revold. Hefur haldið sjálfstæðar málverkasýn-
ingar og tekið þátt í sýningum ytra og heima.
SNORRI HJARTARSON. Sjá Helgafell III,
1.—4., bls. 156.
ÞORVALDUR SKÚLASON, listmálari. F. 30.
apríl 1906 á Borðeyri. Foreldrar Skúli Jónsson
kaupfélagsstjóri og kona hans Elín Theodórsdótt-
ir. Hóf ungur listnám hjá Ásgrími Jónssyni.
Sigldi til Noregs og stundaði nám við Listahá-
skólann í Osló 1927—30. Fór síðan til Parísar
og stundaði framhaldsnám hjá Marcel Groemier.
Þorvaldur hefur haft sýningar á verkum sín-
um bæði hér og á Norðurlöndum.
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON. F. 1909 að
Bergskoti á Vatnsleysuströnd, sonur Þórarins
Einarssonar bónda og konu hans, Guðrúnar
Þorvaldsdóttur. Þorvaldur lauk lögfræðiprófi
við háskólann hér veturinn 1937. Stundaði ým-
is störf í Reykjavík til ársins 1941. Fór til
Bandaríkjanna til framhaldsnáms það ár, og
lauk meistaraprófi í þjóðarétti og stjórnlaga-
fræði í Cornellháskóla vorið 1942. Vann að
vísindastörfum 1942—43 að tilhlutun Rocke-
fellersstofnunarinnar (The Social Science Re-
search Council). Kom heim í árslok 1943, og
hefur fengizt við lögfræði- og ritstörf síðan.
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON. F. 12. marz
1889 á Hala í Suðursveit. Foreldrar Þórður
Steinsson bóndi og kona hans Anna Benedikts-
dóttir. Stundaði norrænunám hjá Birni M. Ólsen,
gerðist kennari við ýmsa skóla hér í Reykja-
vík 1920 og gegndi stundakennslu samhliða rit-
störfum. Þórbergur vakti fyrst athygli á sér með
kvæðasafninu Hvítir hrafnar (1922). Árið 1924
kom út bók hans Bréf til Láru, og urðu um
hana miklar deilur. Var Þórbergi þá vikið frá
kennslustörfum sínum. Aðrar helztu bækur
Þórbergs eru Alþjó&amál og málleysur (1933),
Rauða hœttan (1935), Islenzþur aðall (1938),
Ofvitinn I.—II. (1940—41). Auk þessara bóka
hefur hann ritað ýmsar stærri og smærri bæk-
ur og fjölda ritgerða um margs konar efni.