Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 18
176
HELGAFELL
legum Klutfallskosningum allra, sem kosningarrétt eiga. Vegna aðstöðu
flokkanna er e. t. v. rétt að gera ráð fyrir leynilegum prófkosningum innan
þeirra um það, hverjir verði í kjöri af hálfu flokksins við almennar kosningar
til Alþingis og héraðsstjórna, og í hvaða röð. Því að útnefning flokks á
manni sem frambjóðanda jafngildir vitanlega oftast kosningu.
ESlilegast virðist, að Alþingi sé ein málstofa. HafSar yrðu þá a. m. k.
fjórar umræSur um lagafrumvörp, en þau þess á milli rædd og athuguð í
ýmsum nefndum sérfræðinga bæði innan þings og utan. Tvær eða þrjár
umræður þyrfti um meiriháttar þingsályktanir. Þingfundir séu háðir í heyr-
anda hljóði. LokaSa fundi má halda, ef nauðsyn krefur vegna öryggis rík-
isins, en gera skal um þá sérstaka bók og geyma í hæfilega mörgum afrit-
um á öruggum stöSum. SíSan skal birta efni hennar eigi síðar en 5—10
árum eftir fundinn sem viðauka við þann árgang Alþingistíðinda, er fund-
arins hefðu átt að geta. Af skulu takast hinir óformlegu og hvimleiðu ,,þing-
mannafundir“, þar sem oft virðist hafa verið fjallað um stórmæli án þess
stjórnarandstæðingum gæfist kostur á að vera viðstaddir. Ströng ákvæði
séu sett um fundarsókn þingmanna og þátttöku í störfum. Alþingistíðindi
séu gefin út daglega, skjöl og ræður, auk heildarútgáfu eftir hvert þing eins
og veriS hefur. Myndi þannig vera auðveldara fyrir almenning aS fylgjast
með störfum þingsins.
Hér er gengið út frá, að þingræðinu sé haldiS. Samkvæmt því kemur
ekki til greina, að Alþingi afsali sér valdi sínu til að ráða skipun ríkisstjórn-
arinnar, og til að vera í aðalatriðum forustuaðili um löggjöf og athafnir
ríkisins.
Sumir vilja láta forsetann hafa víðtækt neitunarvald, vegna þess að
hann er þjóðkjörinn. En slíkt kemur ekki til mála eins og nú er, þar sem
forseti getur náð kosningu með fylgi tiltölulega lítils hluta allra atkvæðis-
bærra manna. Það samræmist heldur ekki fyllsta þingræði. Menn geta
eftir sem áður furðað sig á, hvers vegna Alþingi fékk útlendum konungi
algert synjunarvald 1920, en treysti sér ekki til að fá innlendum þjóðhöfS-
ingja svo mikið sem frestandi synjunarvald 1944. En það tilheyrir fortíðinni.
Hugsanlegt er, að forseti hafi einhverja tegund af frestandi synjunar-
valdi, t. d. svipaðan áfrýjunarrétt til þjóðarinnar og núv. stjskr gerir ráð
fyrir, en þá væri rétt að orða þetta jákvætt, setja stuttan frest til atkvæða-
greiðslunnar, og fresta gildistöku laganna, þar til úrslit hennar væru kunn.
Annars mætti láta endursamþykkt Alþingis, með venjulegum eða lítið
auknum meirihluta, hrinda synjun forsetans.
Raunar tel ég, að vald forsetans til aS rjúfa Alþingi sé næg trygging
fyrir því, að málefnalegum ágreiningi milli þings og stjórnar eða forseta