Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 187
BÓKMENNTIR
345
aldri ágætra bóka um óskyldustu efni
á erlendum málum. Eg held, að ákjós-
anlegu lestrarefni handa íslenzkri al-
þýðu mætti skipta í fjóra aðalflokka.
I fyrsta og mikilvægasta flokknum
yrðu einvörðungu heimspekirit og vís-
inda, skrifuð á svo ljósan og aðgengi-
legan hátt, að leikmenn gætu notið
þeirra til verulegrar hlítar, en útgáfur
slíkra rita hafa á síðari árum færzt mjög
í vöxt meðal annarra þjóða og átt sí-
vaxandi vinsældum að fagna. 1 öðrum
flokknum yrðu bækur um samfélags-
mál, viðburði líðandi stundar, merkar
nýjungar á ýmsum sviðum, tækni,
listir, siðvenjur, lífsfegrun og fjölmargt
annað, sem sérhver nútímamaður læt-
ur sig miklu varða. Þriðji flokkurinn
yrði skipaður frumsömdum og þýdd-
um skáldskap, sögum.leikritum, kvæð-
um og skemmtibókum, en að því er
til þýðinganna tekur, ætti að vera hæg-
urinn hjá að velja aðeins sígild verk
og hina beztu nútímahöfunda. Loks
yrði fjórði flokkurinn helgaður inn-
lendum og erlendum söguritum, forn-
bókmenntum okkar og margs konar
þjóðlegum fróðleik, sem hefði þó al-
mennt gildi, en væri ekki um of bund-
inn við ákveðin héruð eða einstaklinga.
Sundurliðun þessi. sem er að vísu
full stuttaraleg, ætti að gefa viðmiðun
mína í bókavalinu til kynna og jafn-
framt varpa nokkru ljósi á eftirfarandi
greinargerð, aðskorna, samþjappaða
og aðeins lauslega rökstudda.
Því verður ekki neitað, að bóka-
skrá ársins 1943 ber töluverðri fjöl-
breytni vitni, en hitt dylst engum við
nánari athugun, að fjölbreytnin birtist
þar einkum, sem hennar var sízt þörf.
Þannig yrði ærið torvelt að benda á
merk og aðgengileg heimspekirit og
víainda eða fylla svo annan flokkinn
í sundurliðun minni hér að framan,
að vel mætti við una. Sömuleiðis fer
harla lítið fyrir sígildum skáldverkum
erlendum, þau eru sem sé varla sjá-
anleg á skránni, en þýðingar á góðum
sögum núlifandi höfunda miklu færri
en efni standa til. Aftur á móti er
enginn skortur á svokölluðum þjóðleg-
um fræðum í ýmsum myndum, sumum
allsendis óþörfum eða jafnvel hjákát-
legum, en auk þess mun allt að því
þriðjungur útgáfubókanna vera ýmist
notarýrt þunnildahnjasl eða algert
rusl. Slík niðurstaða er miður glæsileg,
þegar litið er á stærð þjóðarinnar og
aðstæður, bæði í menningarlegum og
fjárhagslegum skilningi, en hún verð-
ur því átakanlegri sem við hugleiðum
betur, hvílík stórvirki hefði mátt fram-
kvæma fyrir það fé, sem eytt hefur
verið í þessa fjarstæðu.
Mér þykir rétt að láta þess getið,
að ég merkti við 16 íslenzk og erlend
skáldverk á kjörseðlinum, yfirleitt með
notalegri samvizku, en hinar 9 voru
sem hér segir: Rit Steingríms J. Þor-
steinssonar um Jón Thoroddsen, Á-
Jangar I. eftir Sigurð Nordal. Galdr-
ar og galdramál á Islandi eftir Ólaf
Davíðsson, Þœttir úr sögu MöÖrudals
á Ejra-Fjalli eftir Halldór Stefánsson,
fað vísu með sérstökum fyrirvara),
Fornaldarsögur Norðurlanda, FerSa-
hóh Eggerts Ólafssonar og Biarna
Pálssonar, Gamlar glœSur eftir Guð-
björcru Jónsdóttur, Árhœkur Espólxns
og Mannkynssaga Ásgeirs Hiartarson-
ar. Nú var það svo, að þótt ekki væri
um verulega auðugan garð að gresia,
bá hefði ég gjarnan viliað bæta við fá-
einum bókum, sem allar eica rétt á
sér og flestar eitthvert erindi til al-
mennings. Ég hefði til dæmis tekið
bók Biörns Sigfússonar, ÁuSug tunga
og menning, framvfir Elskhuga Lady
Chatterleys, hefði höf. ekki áður ver-
ið búinn að flytia hana í útvarp. Char-
cot viS SuSurpóI, FriSbjójs saga Nan-
sens, Jörundur hundadagahóngur, Kat-
rxn mikla, Salamxna, Talleyrand og
Roosevelt, — öll eru rit þessi einkar
læsileg og miðla lesandanum nokkr-