Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 7
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON:
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
Nokkrar hugleiðingar um stjórnarskrá
ÞAÐ HEFUR löngum verið ein helzta krafa lýðræðismanna um allan
heim, að þjóðir setji sér sjálfar stjórnarlög sín. Jón Sigurðsson og aðrir forustu-
menn íslendinga héldu fast fram þessu sjónarmiði í sjálfstæðisbaráttu okkar,
en konungur réð og valdbauð stjórnarskrána 1874. Eftir að Jón og samherj-
ar hans féllu frá, er svo að sjá sem einhver drungi hafi lagzt yfir metnað ís-
lenzkra stjórnmálamanna í þessu efni, einkum á öldinni, sem nú er senn
hálfnuð.
Þegar ísland hlaut fullt og óskorað sjálfstæði 1918, sýnist hafa legið
næsta beint við, að þjóðin setti sér íslenzka stjórnarskrá. Ekki var þó ymprað
á því. Tækifærið, sem við höfum haft undanfarin fjögur ár til að semja og
setja okkur stjórnarskrá, hefur enn lítið verið notað. Stjórnarskráin, sem lýð-
veldið hóf göngu sína undir, er að stofni til sama plaggið og Kristján IX.
,,oktroyeraði“ hingað árið 1874, þótt gerðar hafi verið nokkrar breytingar
Ví gna breyttrar aðstöðu landsins: heimastjórn 1903, sjálfstæði 1920, lýðveldi
1944. Að frátöldum breytingum á kosningarrétti og kjörgengi, yfirleitt í jafn-
réttisátt, má segja, að stjórnarskráin hafi sjálf staðið vel af sér flesta storma
og slrauma, bæði frjálsræðis og afturhalds.
'Jm uppruna stjórnarskrárinnar er það að segja, að hún er eitt afsprengi
hinnar frægu belgísku stjórnarskrár frá 1831, en flest hin frjálslegri og rót-
tækari einkenni voru af sniðin í meðferð dönsku stjórnarinnar. Konungur
hélt hér einveldi sínu í mörgum greinum, en í hinni upphaflegu belgísku
stjórnarskrá var svo að orði komizt: að ,,allt vald er í höndum þjóðarinnar“
og „konungur hefur ekki annað vald en það, sem honum er beinlínis fengið
í þessari stjórnarskrá".
í stjórnarskrá okkar frá 1874 mótaðist efnið af setningaraðferðinni: hún
var ,,gefin“ okkur af einvöldum konungi, en ekki sett af þjóðinni sjálfri.
Þar voru því engar yfirlýsingar um vald þjóðarinnar né almenn mannrétt-
ir.di. Konungur kveðst sjálfur hafa ,,hið æðsta vald yfir öllum hinum sér-
stöku málefnum íslands með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnar-
skrá þessari“. — Þær takmarkanir voru hvorki margar né veigamiklar.
Valdsvið Alþingis var óhjákvæmilega mjög lítið vegna Stöðulaganna, en