Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 136
294
HELGAFELL
og skipan, eða með öðrum orðum frá
þeim öflum, sem orka samheldni og
stöÖugleika frumeindanna á snúningi
þeirra og hringrás. MeÖan við dveljum
hér við frumeindastaerðir, verður að
geta þess, að nú hefur veriÖ sannað
með eðlisfræðirannsóknum, að þessar
frumagnir eru í eðli sínu rafhleÖslur,
og efnið í þeim þess vegna orka í á-
kveðnu formi. AS sjálfsögðu er efnið
samt við sig, þrátt fyrir þessa nýju
uppgötvun, en eigi að síður hafa skoð-
anir vorar á því tekiÖ algerum stakka-
skiptum. Áður fyrr var gerÖur greinar-
munur forms og efnis af þeirri ástæðu
einni, að efnið þótti forminu ómerk-
ara, en nú hefur oss skilizt, að form og
efni eru óaÖskiljanleg. Hér hefur því
orðið augljós skoðánabylting. Vér sjá-
um hér form eða öllu heldur sJ^ipu-
lag á öllum hlutum, smáum og stór-
um, og or\a er eina undirstöÖuhug-
takið, sem hér þarf til viÖbótar. Vér
getum leitt form og efni algerlega hjá
oss, ef vér tileinkum og oss hugtökin
og orðin: stypulag og or\a í staðinn.
Önnur ástæða enn til þess, að mörk
stærstu sameindanna og smæstu líf-
agnanna, sem vér þekkjum, eru svo
athyglisverð, er sú, að þar er í raun-
inni ekki um nein mörk að ræða, held-
ur verÖur oft og tíðum ekki greint þarna
á milli. Hér hefur orðið ein byltingin enn
í hugsunarlífi voru á tveim síðustu ára-
tugum. Stærstu sameindir, sem þekkj-
ast, eru úr flokki eggjahvítuefnanna,
og sumar þeirra nokkrum milljón sinn-
um þyngri í sér en frumeind vatnsefn-
is, en hún er sú mælieining, sem þungi
efniseinda er við miðaÖur. Eggjahvíta
er hið mikilvægasta byggingarefni í
sérhverjum lifandi líkama. Hun er
samsett úr löngum keðjum af frum-
eindum kolefnis, súrefnis og köfnunar-
efnis. Ot frá meginkeðjunni liggja arm-
ar eða hliðarkeÖjur, eins og rif á dálki.
SíSustu 20 árin hefur verið unnið kapp-
samlega að rannsóknum á eÖli sýkla
þeirra, sem vírus eru kallaÖir einu nafni
og valda fjöldamörgum sjúkdómum í
jurtum, dýrum og mönnum. Vírusagn-
irnar eru svo smávaxnar, að þær
smjúga allar efnasíur, enda miklu
smærri en smæstu bakteríur, er greind-
ar verða í smásjá. En hér kemur sú
merkilega staÖreynd til sögunnar, að
þessar ,,lifandi“ agnir eru einnig miklu
minni en ýmsar hinna ,,dauÖu“ eggja-
hvítusameinda. Gerð þeirra hlýtur því
að vera stórum einfaldari en almennt
er talið, að lifandi líkami verði að
hafa til að bera.
Hér erum vér staddir á þeim furðu-
legu landamærum, þar sem engu auÖ-
veldara er aS greina sundur dautt og
lifandi heldur en form og efni. Hver
eru þau einkenni, sem hlutir verða að
hafa, til þess að kalla megi þá lifandi ?
Ætla mætti, að þeir verSi að geta and-
að, hreyfzt úr stað af sjálfsdáðum, en
framar öllu öðru aukiS kyn sitt. Vírus-
agnir hreyfa sig ekki af sjálfsdáðum,
en sama er að segja um flestar jurtir
og bakteríur. Vafasamt er, hvort vír-
usagnir anda, en þess ber að gæta, að
öndun margra fræja og gerla er varla
nema nafniÖ. Hins vegar auka vírus-
agnirnar kyn sitt af frábærum dugn-
aði. Sé örlitlu af plöntuvírusi dælt í
jurt, sem á annaÖ borS tekur slíkri sýk-
ingu, geta menn gengið úr skugga um,
að vírusinn stóreykst í henni á skömm-
um tíma, jafnframt því sem jurtin sýk-
ist og sölnar, sennilega af því, að þau
næringarefni, sem jurtin þarf sér til
viÖhalds og þroska, hafa blátt áfram
brevtzt í vírus.
Hjá því verður ekki komizt að telja
vírus lifandi, þótt hann sé enn smá-
vaxnari en ýmsar sameindir. Á milli
dauðs og lifandi verða engin glögg tak-
mörk fundin. Fram á síÖustu ár urðu
vírusagnir ekki greindar í neinni smá-
siá, unz rafsiáin kom til sögunnar, en
hún er ,,sjónauki“ af sérstakri gerð,
þar sem nýfundin lögmál hafa veriÖ