Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 151
í DAG OG Á MORGUN
309
einföld og auðveld og getur dregizt mjög á
langinn og tafið þannig þróun flugmálanna.
Hæpið er að reyna að lýsa flugvélum kom-
andi ára, svo skyndilegra breytinga sem
vænta má á gerð þeirra og lögun. Gott dæmi
um þctta er skrúfulausa flugvélin, sem getur
flogið hraðar og hærra en allar eldri gerðir.
Eldflaugar er gamall draumur, jafngamlar
óskadraumi manna um að geta flogið til
tunglsins, og nú ætti hann að geta rætzt. Hver
getur fullyrt, ef litið er á nýjustu uppgötvanir,
að ekki kunni að koma fram á næstunni flug-
vélar, sem beri eins af skrúfulausu gandreið-
inni og hún ber af eldri gerðum? Sérfræðing-
ar staðhæfa, að skrúfulausa flugvélin muni
þjóta yfir Atlantshaf á sex stundum. Hádeg-
isverður í New York, kvöldverður í London.
Við þóttumst gera vel, þegar við gátum
skotizt til San Francisco á einni nóttu. Vel má
þó vera, að slíkt verði eins og heybandslestar-
hraði í samanburði við gandreiðarferðir næsm
ára.
Þannig eru horfurnar í svipinn. Svo hag-
stæðar eru þær flugvélum og flugvélaiðnaði,
að þróuninni virðist cngin takmörk sett. En
þó eru þar þrándar í götu, sem geta því miður
reynzt allerfiðir viðfangs.
Koptinn er að koma!
Einkaflugvélin er á leiðinni, en verður
ekki við almenningshæfi fyrst um sinn.
Þá er að 'minnast á helikopterinn, þessa
furðuflugvél, sem getur hafizt beint upp og
rennt sér beint niður, lent svo að segja á lófa-
stórum bletti. Reynslan hefur greinilega sýnt
nothæfi hans. Hann getur svifað á sama stað
í lausu lofti eins og kría, numið staðar í lofti
og skipt um stefnu í þveröfuga átt. Þetta
geta engar aðrar flugvélar.
En þó eru koptarnir, sem smíðaðir hafa ver-
ið fram til þessa, satt að segja til fárra hluta
hentugir. Þeir eru erfiðir í meðförum, nötra
of mikið, svo að þess eru jafnvel dæmi, að
þeir hafa skekizt sundur. Þeir ganga illa í
mikilli hæð og eru óstöðugir. Vélfræðingar
vinna að því að bæta úr þessum og öðrum á-
göllum þeirra, og sumir þykjast hafa leyst
hnútinn. En þeir geta þó ekki sannað hald-
gæði hugmynda sinna um endurbætur, fyrr en
nauðsynleg smíðaefni verða aftur fáanleg, og
þær verða reyndar í verki.
Grover Loening, forseti nefndar, sem Flug-
málaráð Bandaríkjanna skipaði til þess að rann-
saka nothæfi kopta, lýsti hispurslaust yfir því
í desember 1943, að á næstu árum yrði ekki
á færi annarra en æfðra atvinnuflugmanna að
nota þá, þeir væru alls ekki farartæki við al-
mennings hæfi, enn sem komið er. Flugvéla-
framleiðendur um allan heim hafa mikla trú
á framtíð koptanna, en flestir sérfræðingar fall-
ast þó á skoðanir Loenings.
Fyrst í stað munu koptarnir verða notaðir
á svipaðan hátt og leigubílar eða áætlunar-
vagnar á stuttum leiðum. Þeir eru enn of dýr-
ir til þess að einstakir menn eignist þá að
nokkm ráði, kosta 7000—15000 dali. Margir
sérfræðingar telja, að enn líði a. m. k. tíu ár,
þangað til verðið lækki svo, að þeir nái al-
mennri útbreiðslu.
Hvað sem því líður, kemur öllum saman
um, að innan 10—20 ára muni koptinn verða
orðinn algengt farartæki í Bandaríkjunum. Um
þær mundir munu ýmsir nýir lífshættir hafa
verið teknir upp og margt umbreytt orðið.
Þá verða víða komnar afgreiðslustöðvar fyr-
ir flugvélar á Iangleiðum, búðahverfi og hress-
ingarskálar fyrir flugferðalanga, dvalarstaðir
fyrir þá uppi til fjalla og á mörkum úti, fjarri
öllum vegum og alfaraleiðum, ný byggðahverfi
í kringum nýja flugvelli og lendingarpallar fyrir
kopta á húsþökum inni í borgum.
Framtíð flugmálanna er bjartari sólskins-
blettur á ófarinni leið núlifandi kynslóðar en
nokkuð annað, sem hún getur vænzt af ný-
tækni nútímans. En vegna þess, hve heill-
andi hún er, er hætta á, að of mikils sé vænzt
og of fljótt.
ÓSKABÍLLINN KEMUR í OKKAR TÍÐ,
en þó ekki fyrr en framleiðendum þyk-
ir henta, ef að vanda lætur.
Horfur um þróun í gerð bíla og flugvéla
eru að mörgu leyti áþekkar. Áætlanir um gerð
„óskabíls" framtíðarinnar, sem smíðaður verð-