Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 67
HENRIK IBSEN sem stóð ákærður fyrir rétti fyrir sprengjutilræði, hafi í varnarræðu sinni talið Ibsen málsvara evangeli- ums anarkismans. Af þeim margvíslegu skýringum á kjarnanum í verkum Ibsens er sú líf- seigust er lýsir höfundinum sem hreinræktuðum einstaklingshyggj u- manni, manninum sem fór sínar eig- in götur utan við þjóðfélagið, sem hataði öll miðlunarmál, ósveigjan- legum manni afleiðinganna. Þegar um áratug fyrir aldamótin tileinkaði íhaldssamt leirskáld, Kristofer Rand- ers, safn af „baráttukvæðum“ „Hen- rik Ibsen skáldi einstaklingshyggju, með virðingu og þakklæti fyrir það sem hann hefur kennt mér: að yrkja ljóð og fyrirlíta múginn.“ Á Norðurlöndum var það Daninn Georg Brandes sem fékk einskonar einkarétt á „róttækri“ skýringu á Ib- sen. Brandes orti mikið af sínu eigin sjálfi inn í Ibsens-mynd sína: Hann varð sá er fór einförum andlega, hinn mikli einmana maður, uppreisn- armaðurinn úr höfðingjastétt. Friedrich Engels segir í bréfi (1890) til þýzka rithöfundarins Paul Ernst sem hafði viljað fara í smiðju til sósíalismans grand old man útaf ritdeilum um kvenfrelsi, að hann hafi aðeins lesið fá af leikritum Ib- sens, og að hann hafi ekki kynnt sér norsk vandamál sérstaklega. En sér hafi virzt, segir hann í bréfinu, að á síðustu tuttugu árum hafi viðgangur í bókmenntum orðið svo mikill í Noregi að hvergi nema í Rússlandi hafi slíkt átt sér stað á sama tíma. Engels mótmælir harðlega tilraunum til að leggja að jöfnu norskan smá- borgarahátt og þýzka broddborgara og segir að leikrit Ibsens „endur- spegli veröld þar sem fólk hafi enn sjálfstætt lundarfar og framtakssemi og fari sínu fram, þó það sé nokkuð einkennilegt í augum útlendinga. Ég kýs að kynna mér slíka hluti ræki- lega áður en ég dæmi um þá.“ Engels lítur svo á að verk Ibsens hafi að bakgrunni norskt þjóðfélag á 19. öld, telur þau sýna sérkennilegt ástand þessarar litlu þjóðar sem kemur seint inn í auðvaldsþróunina, þjóðar með alveg sérstæða sögulega afstöðu. Ibsen hefur einnig gefið þetta í skyn. Hann hefur sem sé ráð- lagt að verk sín væru lesin í réttu samhengi og byrjað á upphafinu, æskuverkinu Catilina. Honum hefur augsýnilega fundizt rithöfundarferill sinn óslitinn: „Hans skapatónn æ líktist sjálfum sér,“ eins og prestur- inn segir í líkræðunni í Pétri Gaut. Henrik Ibsen var ættaður úr þorp- inu Skien. Faðir hans var kaupmað- ur, spekúlant og bruggari og átti hluti í skipum. Hann sló mikið um sig og fór á hausinn. Fjölskyldan hrapaði ofan í lægri stétt. Sonurinn fékk að reyna margt misjafnt og kynnast ranghverfunni á norsku þjóðlífi. Meðan hann var sárfátækur TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 161 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.