Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ganga fjöllum hærra, fannst honum sem hún ætti sér trú, sem væri henni stoð hversdags- lega og lífsfylling. Hann tók að líta svo á, að líf það sem vinir hans og samstéttarmenn lifðu, risti grunnt. Tolstoj fór nú sjálfur að breytast. Hann myndaði sér lífsskoðun sem var í ætt við frumkristnina. Allir menn voru bræður, að áliti hans, og skyldu eiga alla hluti í félagi. Tolstoj reyndi að semja sig að þessari nýju lífsskoðun sinni og beitti sér fyrir líknarstarfsemi og ölmusugjöfum. En hann komst brátt að raun um, að menn fá litlu áorkað einir síns liðs. Hann hætti þess vegna að líta á lífsskoðun sína sem einka- mál, en taldi sig hafa fundið nýjan sann- leik, fagnaðarerindi, sem honum var skylt að boða. Kenningin um bræðralag allra manna og sameignarfélag varð að kröfunni um afnám stétta og eignarréttar, grundvall- ar ríkjandi þjóðskipulags. Tolstoj vildi ekki heyja baráttuna fyrir af- námi þeirra þjóðfélagshátta, sem búið var við, með þeirra eigin vopnum. Með fortölum og mannkærleika hugðist hann telja rúss- neska aðalinn á að afsala sér fríðindum sín- um og auði, en vinna í sveita síns andlitis við hlið landseta sinna. Skilyrði þess, að það mætti verða, var, að máður yrði út mun- ur aðals og almennings. En eins og Tolstoj komst sjálfur að orði: „Milli okkar, hinna ríku, og hinna fátæku er ávallt til staðar múr gervimenntunar, og áður en við getum hjálpað hinum snauðu verðum við að rifa hann niður.“ Það, sem bindur þennan múr öðru fremur saman eru listimar, bókmennt- ir, myndlist, tónlist og önnur fagurfræði, sem svonefndir menntamenn hafa sér til dægrastyttingar. Þessi múr gervimenntunar verður ekki rifinn niður, meðan til er list, sem skírskotar aðeins til hluta þjóðarinnar og einangrar hann. Tolstoj þóttist þá vera til þess knúinn að setja fram nýja skilgrein- ingu á listum og vekja athygli á fánýti þeirra lista, sem aðeins er beint til þeirra, sem hlotið hafa nokkra þekkingu, er þeir skilja sjaldnast til neinnar hlítar. Af þess- um sökum skilgreinir Tolstoj list á þá leið, að hún verði til, þegar menn „af ráðnum hug tjá öðmm skynjanir sínar“. Ef menn skilja ekki, hvað listamaðurinn er að fara, missir listin samkvæmt því marks, eða með öðmm orðum er ekki list. Ritgerð Tolstojs um listimar var sem önn- ur verk hans fljótlega þýdd á önnur mál, en var alls staðar illa tekið. Kunnir gagnrýn- endur hentu gaman að henni og reyndu að tæta hana sundur. Meðal þeirra fáu, sem tóku ritgerðinni vel, var leikritaskáldið Bemard Shaw, sem komið hafði fram á sjónarsviðið þá fyrir nokkmm ámm og mik- ill styrr stóð um. En áður en hann tók að semja leikrit, hafði Shaw getið sér orð sem gagnrýnandi og málsvari jafnaðarstefnunn- ar. Þróunarkenningin var honum mjög hug- leikin og hafði hann fellt hana inn í skoð- anir sínar á þjóðfélagsmálum. Tilgangur umbóta í þjóðfélagsmálum var ekki sá einn, að dómi hans, að auka vellíðan manna og jafnrétti, heldur jöfnum höndum sá að stuðla að framþróun mannkynsins. í leik- ritum sínum haslaði hann völl, þar sem önd- verðar skoðanir leiddu saman hesta sína, enda var leiklistin honum tæki til þess að vinna skoðunum sínum fylgi. En um gildi listarinnar fór hann þessum orðum: „Virð- ing listarinnar stendur eða fellur með því, hvort á rökum er reist tilkall hennar til að geta þjálfað og skerpt skynjun manna og gáfur, unz sjón, heyrn, tilfinning, ilman og bragð verða vísvitandi starfsemi manna, sem þola ekki ljótleika, hávaða, mishljóma mál- róm, yfirlæti í klæðaburði og óheilnæmt loft, en gleðjast af fegurð, tónlist og náttúr- unni og krefjast, vegna þæginda og velsæm- is, hreinna og notalegra fata og vandaðra áhalda, gerðra af hagleik. Þá skal listin styrkja skilning á mannkostum og hegðan, 236
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.