Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 163
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS
vorri, hver öræfasýn ímynd vorra dulræn-
ustu skynjana, — þar rísum vér á fætur í
dag eins og nýfæddir menn, gæddir frum-
leik náttúrubamsins, með mál guffanna á
vömnum og himin morgunsins yfir oss log-
andi f spám og teiknum."
Bók Kristins E. Andréssonar veitir ágæta
innsýn í íslenzkar bókmenntir eftir 1918.
Höfundurinn er einn úr sveit róttækra höf-
unda, er árið 1935 stofnuðu „félag bylting-
arsinnaðra rithöfunda“, og var hann um
skeið ritstjóri ársritsins „Rauðra penna“,
sem félagið gaf út og bar skýran kommúnist-
ískan svip. Enda þótt allmjög hafi dregið úr
róttækninni síðan, verður hennar ótvírætt
vart í verki hans. Hann haliast að þjóðfé-
lagslegri bókmenntasagnfræði, þar sem
minni áherzla er lögð á að brjóta til mergj-
ar innri merkingu skáldritanna en ytri efna-
hags-, félags- og stjómmálaeinkenni þjóð-
lífsins, sem þau em sprottin úr. En þetta er
fremur kostur en löstur, að minnsta kosti
fyrir sænska lesendur, því bókin er ekki að-
eins saga íslenzkra nútímabókmennta, held-
ur um leið yfirlit yfir alla umbyltingu ís-
lenzks þjóðlífs, ekki sízt efnahagsmálanna.
Auk þess virðist það einkennandi fyrir ís-
lenzka róttækni, jafnvel þegar hún ber
kommúnistískan keim, að líta alls ekki á
þjóðina sem „borgaralega eftirlegukind“,
heldur frjóan jarðveg. „Þessi róttæka
stefna", skrifar Kristinn E. Andrésson, „sem
rís á alþjóðlegum gmnni og þróast erlendis
samtímis, hefur einnig frá upphafi ríkt þjóð-
legt innihald, og höfundar þeir, er henni
fylgja, taka í þjóðverndarmálum höndum
saman við hina fremstu borgaralegu
menntamenn og skáld, og verða forverðir
þjóðarinnar á hættutíma —.“ Mig skortir
þekkingu til að leggja dóm á, hvemig til
hefur tekizt um úrvalið. Það leynir sér ekki,
að Kristinn hefur sérstaka dáleika á róttæku
rithöfundunum, en maður trúir fúslega orð-
um þýðandans, Peter Hallbergs, sem er
þessum málum þaulkunnugur: að verkið
einkennist af „einlægum vil ja á að vera lilut-
lægur og réttlátur í dómum.“
I bókinni er sægur af nöfnum, en aðeins
um f jörutíu höfundum bundins og óbundins
máls eru gerð ýtarleg skil: verk þeirra skil-
greind og skýrð með fjölda tilvitnana. Með-
al ljóðskáldanna veitti ég athygli ungum
manni, Jóni úr Vör — af þeirri einföldu
ástæðu, að í kringum 1940 var hann nem-
andi í Brunnvíkurskóla. Þegar hann kom til
okkar, hafði hann gefið út að minnsta kosti
eitt ljóðasafn. Ég minnist hans sem hljóð-
láts og varfærins ungmennis, er var mest út
af fyrir sig og ruddi engum um koll. Hljóð-
lát og varfærin eru einnig ljóð hans: ljósar
myndir af gráum hversdagsleika islenzka
sjávarþorpsins, en virðast lausar við þjóð-
félagslega vandlætingu og byltingarástríðu.
Ef dæma má af ljóðunum, sem tilfærð eru,
sameinar hann glöggt miskunnarlaust raun-
sæi rómantískum stemningum með keimlík-
um hætti og Dan Andersson.
Samtímis þessari sögu íslenzkra nútíma-
bókmennta kom síðasti hluti þríleiksins
mikla, Fjallkirkjunnar eftir Gunnar Gunn-
arsson út á sænsku. Þar með hafa bókmennt-
ir vorar auðgazt að einhverri merkilegustu
sjálfsævisögu vorra tíma. Fyrri bindin tvð,
Skip heiðríkjunnar og Nótt og draumur,
lýstu bernsku og fyrstu æskuárum Ugga
Greipssonar heima á íslandi. Þriðji hlutinn,
Óreyndur ferðalagnur (LT’s förlag) gerist
aðallega í Danmörk og lýsir þeirri torfæru
braut, sem leiðir hann að lokum — eftir að
hann hefur nærri sokkið til botns — til
skáldskaparins og lífsins, fyrir ást ungrar
stúlku. Kristinn E. Andrésson, sem telur
þríleikinn í heild eitt ágætasta skáldrit, er
íslenzkur höfundur hafi samið, álítur sýni-
lega seinasta hlutann standa hinum fyrri að
baki sem listaverk. Mér finnst skoðun hans
umdeilanleg. Upphafið, sjóferðin til Björg-
vinjar og Kaupmannahafnar, ævintýralegt
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
257
17