Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 163

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 163
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS vorri, hver öræfasýn ímynd vorra dulræn- ustu skynjana, — þar rísum vér á fætur í dag eins og nýfæddir menn, gæddir frum- leik náttúrubamsins, með mál guffanna á vömnum og himin morgunsins yfir oss log- andi f spám og teiknum." Bók Kristins E. Andréssonar veitir ágæta innsýn í íslenzkar bókmenntir eftir 1918. Höfundurinn er einn úr sveit róttækra höf- unda, er árið 1935 stofnuðu „félag bylting- arsinnaðra rithöfunda“, og var hann um skeið ritstjóri ársritsins „Rauðra penna“, sem félagið gaf út og bar skýran kommúnist- ískan svip. Enda þótt allmjög hafi dregið úr róttækninni síðan, verður hennar ótvírætt vart í verki hans. Hann haliast að þjóðfé- lagslegri bókmenntasagnfræði, þar sem minni áherzla er lögð á að brjóta til mergj- ar innri merkingu skáldritanna en ytri efna- hags-, félags- og stjómmálaeinkenni þjóð- lífsins, sem þau em sprottin úr. En þetta er fremur kostur en löstur, að minnsta kosti fyrir sænska lesendur, því bókin er ekki að- eins saga íslenzkra nútímabókmennta, held- ur um leið yfirlit yfir alla umbyltingu ís- lenzks þjóðlífs, ekki sízt efnahagsmálanna. Auk þess virðist það einkennandi fyrir ís- lenzka róttækni, jafnvel þegar hún ber kommúnistískan keim, að líta alls ekki á þjóðina sem „borgaralega eftirlegukind“, heldur frjóan jarðveg. „Þessi róttæka stefna", skrifar Kristinn E. Andrésson, „sem rís á alþjóðlegum gmnni og þróast erlendis samtímis, hefur einnig frá upphafi ríkt þjóð- legt innihald, og höfundar þeir, er henni fylgja, taka í þjóðverndarmálum höndum saman við hina fremstu borgaralegu menntamenn og skáld, og verða forverðir þjóðarinnar á hættutíma —.“ Mig skortir þekkingu til að leggja dóm á, hvemig til hefur tekizt um úrvalið. Það leynir sér ekki, að Kristinn hefur sérstaka dáleika á róttæku rithöfundunum, en maður trúir fúslega orð- um þýðandans, Peter Hallbergs, sem er þessum málum þaulkunnugur: að verkið einkennist af „einlægum vil ja á að vera lilut- lægur og réttlátur í dómum.“ I bókinni er sægur af nöfnum, en aðeins um f jörutíu höfundum bundins og óbundins máls eru gerð ýtarleg skil: verk þeirra skil- greind og skýrð með fjölda tilvitnana. Með- al ljóðskáldanna veitti ég athygli ungum manni, Jóni úr Vör — af þeirri einföldu ástæðu, að í kringum 1940 var hann nem- andi í Brunnvíkurskóla. Þegar hann kom til okkar, hafði hann gefið út að minnsta kosti eitt ljóðasafn. Ég minnist hans sem hljóð- láts og varfærins ungmennis, er var mest út af fyrir sig og ruddi engum um koll. Hljóð- lát og varfærin eru einnig ljóð hans: ljósar myndir af gráum hversdagsleika islenzka sjávarþorpsins, en virðast lausar við þjóð- félagslega vandlætingu og byltingarástríðu. Ef dæma má af ljóðunum, sem tilfærð eru, sameinar hann glöggt miskunnarlaust raun- sæi rómantískum stemningum með keimlík- um hætti og Dan Andersson. Samtímis þessari sögu íslenzkra nútíma- bókmennta kom síðasti hluti þríleiksins mikla, Fjallkirkjunnar eftir Gunnar Gunn- arsson út á sænsku. Þar með hafa bókmennt- ir vorar auðgazt að einhverri merkilegustu sjálfsævisögu vorra tíma. Fyrri bindin tvð, Skip heiðríkjunnar og Nótt og draumur, lýstu bernsku og fyrstu æskuárum Ugga Greipssonar heima á íslandi. Þriðji hlutinn, Óreyndur ferðalagnur (LT’s förlag) gerist aðallega í Danmörk og lýsir þeirri torfæru braut, sem leiðir hann að lokum — eftir að hann hefur nærri sokkið til botns — til skáldskaparins og lífsins, fyrir ást ungrar stúlku. Kristinn E. Andrésson, sem telur þríleikinn í heild eitt ágætasta skáldrit, er íslenzkur höfundur hafi samið, álítur sýni- lega seinasta hlutann standa hinum fyrri að baki sem listaverk. Mér finnst skoðun hans umdeilanleg. Upphafið, sjóferðin til Björg- vinjar og Kaupmannahafnar, ævintýralegt TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 257 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.