Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 28
eðlið, fremur en birkitréð, til þess að það beri fegurra laufskrúð; við þurfum aðeins að finna því frjórri jarðveg að vaxa í.14 Það er auðvelt að gjalda þroskahugsjóninni varaþjónustu; hún hljómar til að mynda vel í skólaslita- og skálaræðum. En hví ætti okkur að vera svo umhugað um þroskann í raun og veru — hvaða afl knýr viljann til að keppast eftir honum? Höfuðprýðin í heimspeki Johns Stuart Mill er að tengja aristótelíska þroskahugsjón, eins og þá sem Stephan lýsir, við sceldarhyggju, „hedonisma“: Hvöt okkar til að öðlast sem íýllstan og fullkomnastan þroska hæfileika okkar sé sú að ekkert geri okkur á endanum lífið sælla; um það geti reyndir og dómvísir menn borið. Ánægjan, varanleg og djúp, sé hið endan- lega keppikefli okkar í lífinu og það vilji þannig til um manneðlið að hin alhliða döfnun skapi ríkulegri ánægju af slíku tagi en nokkur skyndinautn. Því nefni ég Mill hér aftur til sögu að nákvæmlega sama hugmynd virðist mér endurspeglast í kvæðum Stephans G., þó að því hafi ekki verið gaumur gefinn í fyrri skrifum um verk hans, svo að mér sé kunnugt um. Stephan kemst raunar nær því en flestir aðrir íslenskir höfundar að tjá berum orðum forsjála sældarhyggju í anda Mills. Þá á ég ekki einungis við að hann hafi verið manna lífsglaðastur sjálfur, eins og Sigurður Nordal hefur eftir einum samferðamanni hans (LVIII), eða að hann hafi elskað fólk og því að sama skapi elskað gleði þess. Slíkt gera allir mannvinir. En þegar Stephan leggur að sjálfum sér og öðrum að vinna verk sín af alúð, láta sér vaxa brekkumegin í glímunni við þau, þá er hann ekki að boða þroskann þroskans sjálfs vegna heldur vegna verkalaunanna: gleðinnar sem fýlgir í kaupbæti eftir að hafa lagt sig allan fram og náð árangri — eða að minnsta kosti reynt. Það er sælulífið er fer „um andann eldi“ (303) sem á endanum gefur tilverunni, lífsstritinu, gildi: „Nóg að gera og glaðan dag / gefðu mér, þá er ég ríkur“ (224). Hafí ég gert mitt besta þá skiptir ekki máli hvernig veröldin verðleggur mig; ég læt mér „fullnægja fögnuðinn þann, / sem fylgir því: reynt til að hafa“ (231). Og af reynslu Stephans sjálfs má ráða að af öllum verkum sé sköpunin mestur gleðigjafi og þar með verðmætust: „Sælust, veit ég, varð hún þér / vikan sú, er skópstu heiminn“, ávarpar hann guðinn „Hebra-Javi“ (225). Hafi þessi fylgidís sköpunarinnar og þroskans, lífsgleðin, slegist í för með einstaklingnum getur hann að ferðalokum horfíð úr ljósi og landi, „loks með söknuð — þó með glöðum hug“ (32). Það er vel við hæfi að hið sólelska skáld Stephan G. skuli halda þessu blysi sældarhyggjunnar á lofti í íslenskum skáldskap. Manngildishugsjón Stephans G. Stephanssonar er ofin úr þeim þremur þáttum sem þegar hefur borið hér á góma: ábyrgð, þroska og sælu. Hún er ímynd manns sem er fullvaldur örlaga sinna, að því mikilvæga leyti sem þau eru á mannlegu valdi, en tekur hinu óhjákvæmilega með „öllum hörmum 26 TMM 1995:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.