Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 31
í janúarsólinni á Taívan hvort ekki mætti gefa ljóð Stephans, í mátulegum skömmtum, sem mótefni gegn þessum andhælislegu kenningum. Stephan G. Stephansson var síðalningur upplýsingarinnar. Trú hennar á að skapa mætti altæka siðfræði, altæka þekkingu, var trú hans. Verkefni upplýsingarinnar er að sönnu ólokið — en er unnt að ljúka því? Sem betur fer eru enn til heimspekingar, meira að segja á meginlandi Evrópu þar sem fyrrnefndar kenningar hafa gert mestan usla, sem trúa því að svo sé.23 Aðferðafræði Stephans er lóð á slíka vogarskál. Meðan afbyggjendur á borð við Derrida segja útilokað að nálgast Veruleikann (með stóru V-i) nema „skáhallt" gengur Stephan blátt áfram og íjargviðralaust að dyrum veruleik- ans (með litlu v-i) — veruleika mannheims — og lýkur þeim upp. Meðan Derrida afbyggir byggir Stephan upp, eftir að hafa rakið sig tO hinna sam- eiginlegu róta: hins sameiginlega eðlisgrunns.24 Mótefnið sem ég talaði um, lyfið gegn nýjustu afstæðis- og efahyggjunni, er í raun ekki annað en þetta: Það er rótarkeimurinn sem lindirnar í skáldskap Stephans bera djúpt neðan úr þeirri jörð, þeirri náttúru, sem er sameiginleg fóstra okkar allra.25 Aftanmálsgreinar: * Ég þakka Atla Harðarsyni, Birni Sigurðarsyni, Haraldi Bessasyni og Viðari Hreinssyni margháttaða aðstoð við samningu þessarar ritgerðar. Sá síðastnefndi léði mér m.a. handrit að fjórum óprentuðum fýrirlestrum sínum, fluttum við háskóla vestanhafs: „Praise, Scorn and Sorrow: Western Icelandic Literature 1877-1900“, „The Barnyard Poet — Stephan G. Stephansson (1853-1927)“, „Pegasus in the Cow Shed, or Heifer Rump Poetics: Stephan G. Stephansson, K.N. and Guttormur J. Guttormsson“ og „The Philosophy of Integrity: ‘The Icelandic Academy’, Stephan G. Stephansson, Halldór Laxness and Bill Holm’s Music of Failure“. Kann ég Viðari bestu þakkir fýrir. 1 (Reykjavík: Mál og menning, 1939). Svigatölur í meginmáli ritgerðarinnar vísa til blaðsíðna í þessari útgáfu Nordals, þ.á.m. inngangi hans sjálfs. 2 Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992). Um höfuðstef bókarinnar, sjá nánar bls. 9-12 í „Inngangsorðum“ hennar. 3 Sjá „Einum kennt, öðrum bent“, Ritgerðirll (Reykjavík: Heimskringla, 1960), bls. 152. 4 Sjá t.d. Einlyndi og marglyndi (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1986), bls. 233. 5 „Efnishyggja og húmanismi Stepháns G. Stephánssonar“, Tímarit Máls og menn- ingar, 14 (2-3) (1953), bls. 125. 6 Sama rit, bls. 129. Þrátt fyrir andóf sitt gegn löghyggju og hóphyggju, sem hér á eftir er talið granda hinni marxísku túlkun á heimssýn Stephans, má þó til sanns vegar færa (eins og Viðar Hreinsson bendir mér réttilega á) að sumt í hugsun Stephans sé jafnaðarstefnukyns — í víðustu merkingu. Þar má nefha hugmyndir hans um samfélagslegt jafnrétti, andstöðu gegn arðráni og kúgun og áherslu hans á vinnuna sem verðgildisuppsprettu og gleðigjafa. TMM 1995:4 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.