Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 78
Kvikmyndir Lumiére-bræðra, rétt eins og heitin sem þeir gáfu þeim, voru fyrst og fremst hugsaðar sem lýsing á tilteknum atburðum, stundum svið- settum en oftast þó einhverju sem þeir rákust á „úti í lífinu“. Hver mynd var þannig allt að því „bókstafleg11 skrásetning einhvers þess atburðar sem bræðrunum þótti merkilegur. TÖkuvélinni var stillt upp frammi fyrir at- burðarásinni, filman látin rúlla lengd sína á enda og ný kvikmynd þar með komin í safnið. Engu var ofaukið og engu bætt við, hvorki í myndatökunni né síðar — höfundurinn er því sem næst ósýnilegur í verkinu. Þeir bræður eignuðust þó fljótlega keppinaut sem fór þveröfuga leið. Sagan segir að það hafi einkum verið tilviljuninni (eða forsjóninni) að þakka að Georges Méliés lenti inn á þeirri braut fantasíu og blekkingar sem nafn hans hefur ávallt síðan tengst en þennan „töffamátt“ kvikmyndanna uppgötvaði galdrakarl- inn Méliés allsendis óvart.2 „Slysið“ olli hins vegar straumhvörfum í kvik- myndagerð þess tíma. Méliés tók sína fyrstu mynd árið 1896 og er því í flokki frumkvöðla kvikmyndalistarinnar. í fyrstu hermdi hann eftir skrásetningaraðferð Lumiére-bræðranna en var þó snöggur að snúa við blaðinu eftir „slysið" og leyfa hugarfluginu að taka völdin. Fantasían má heita einráð í verkum hans — allt sem kvikmyndagerðarmanninum datt á annað borð í hug gat gerst, svo framarlega sem tæknin leyfði. Méliés gat því hvort heldur var kafað niður á 20,000 faðma dýpi eða skroppið til tunglsins, samanber frægustu mynd hans Le Voyage dans la Lune frá 1902. Þeim Lumiére-bræðrum varð hins vegar ekki hnikað frá jörðinni, enda vegnaði þeim mjög vel, en þessar ólíku starfs- aðferðir hafa allar götur síðan kastað fjöreggi kvikmyndarinnar á milli sín. Þessi stutta umfjöllun um tilurð kvikmyndalistarinnar verður hér látin duga en áður en lengra er haldið langar mig að nýta „skuggsjána“ til að ræða örlítið um nafngiftir. Þeirra Lumiére-bræðra er ekki aðeins minnst sem fyrstu sýningarstjóra kvikmyndasögunnar, þeir gáfu kvikmyndalistinni einnig nafn.3 Nafngiftin cinéma (með eða án kommu) er dregin af vélinni fjölhæfu sem bræðurnir skírðu cinématographe, „skrásetjara hreyfingar“, sem er raunar næstum sama nafn og Edison hafði áður notað. Edison svaraði fljótlega fyrir sig með nýrri sýningarvél sem kölluð var vitascope eða „sjón- gjafi lífs“. Þeir Lumiére-bræður og Edison voru þó ekki einir um hituna, keppinautunum fjölgaði stöðugt og vélum og nafngiftum með. Einn skæð- asti keppinauturinn var William Dickson, fyrrum samstarfsmaður Edison, sem árið 1897 setti á markaðinn vél sem hann nefndi biograph eða „skrásetj- ara lífs“. Ekki veit ég fyrir víst hvort orðin „bíó“ og „bíómyndir" eru þaðan runnin því tilkynningin um fyrstu kvikmyndasýninguna í Reykjavík (27. júlí 1903) gefur talsvert misvísandi upplýsingar, samanber þá klausu sem hér fer á eftir: 76 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.