Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 109
Kristján B. Jónasson
Ár stöðugleikans
Um nokkrar skáldsögur sem komu út á árinu 1994
Uppgrip og stöðugleiki
„Þessa dagana voru engin sérstök uppgrip, en allt tórði einhvern veginn,“
segir gullsmiðurinn Vífill, sögumaður skáldsögunnar Ævinlega eftir Guð-
berg Bergsson (bls. 98), um þessi síðustu ár aldarinnar. „Mig grunar meira
að segja“, bætir hann við, „að ástkæra orðið uppgrip sé að hverfa smám saman
úr málinu og innan skamms svipi því til sögulegra fornleifa" (98). Enda væri
það hálf undarlegt að ætla sér að lýsa samtímanum með því að segja að þar
væri nóg um uppgrip. Uppgripin tilheyra gamalli þjóðfélagsmynd sem
einkenndist af óreglulegum vexti og þenslu en ekki af stöðugleikanum sem
er orðinn að leiðarhugtaki í pólitískri og efnahagslegri orðræðu aldar-
lokanna. Uppgripin tilheyrðu samfélagi þar sem líkamlegt atgerfí, úthald og
útsjónarsemi áttu að fleyta alþýðufólki áfram til betra lífs. Uppgripin fólu í
sér að hinn ómenntaði en útsjónarsami alþýðumaður gat alltaf vonast til að
uppfylla efnislegar óskir sínar, væri lukkan honum hagstæð.1 Og ef það
heppnaðist, þá var hann í einni sviphending orðinn að auðugum manni, að
stoltum eiganda íbúðar og bíls og sjónvarps og síma og allt þetta hlotnaðist
honum ekki vegna þess að hann sýndi af sér fjárhagslega þjóðhollustu og lét
bankaráðgjafa skipuleggja útgjöld heimilisins tuttugu ár fram í tímann,
heldur vegna þess að hann dreif sig í hlutina. Hann einhenti sér í starf sitt
og greip upp auð og auðnu í einum rykk.
En ráðandi hugmyndir um vinnu, nú við lok árþúsundsins, eru talsvert á
skjön við þessa uppgripahugsun. Á tímum stöðugleikans hefur launavinna
í sinni hefðbundnu gerð fallið í skuggann af þjónustu- og söluvinnu sem
gerir allt aðrar og strangari kröfur til vinnuaflsins en áður. Jafnvel þótt reynt
sé á góðum stundum að halda líftórunni í gömlu sögninni um mikilvægi
þess að hálfmenntuð alþýðan státi af afköstum og dugnaði, eru vinnuhetjur
samtímans ekki togarasjómenn, byggingarverkamenn eða fiskvinnslufólk
heldur sérfræðingar á sviði markaðar og þjónustu. Vinna þessa fólks er ekki
unnin af hendi í heimi líkamlegs erfiðs og þungra véla heldur á upplýsinga-
netum og viðskiptafundum, og hún einkennist ekki af sveiflum og óstöðug-
TMM 1995:4
107