Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 121
bandi Marie-Sophie og Löwe einnig að talsverðu leyti unnin upp úr gnost- ískum og gyðinglegum textum. Sjálft nafn Marie-Sophie tengir tvær megin kvenverur kristinnar trúar og gnostíkur. Hina óflekkuðu móður Krists og hina mótsagnakenndu veru gnostíkurinnar, Sófíu sem ýmist er gædd slæm- um eða góðum eiginleikum í hinum gnostísku ritum.9 Marie-Sophie rennur saman í einn líkama með Löwe og þau verða þannig að eftirmynd hins tvíkynja guðdóms gnostíkurinnar. Hún býr í honum og hann býr í henni og saman taka þau til við að hnoða barn úr leirköggli sem gyðingurinn hefur komið með í hatttösku. Þessi sköpun vísar til grundvallarútleggingar kabbalískra og rabbínískra fræða á Davíðssálmi 139:16, þar sem segir:, Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni“. Þetta „ómyndaða efni“ er þýðing á hebreska orðinu golem sem kemur aðeins fyrir á þessum eina stað í Biblíunni. í gyðingdómi er litið svo á að þessi orð séu lögð Adam í munn. Þau voru stundum lögð út á dulrænan hátt sem hugleiðingar um leyndar- dóm sköpunarinnar eða þá að þau voru talin vísa á möguleika þess að endurtaka sköpunina, að virkja kraftinn sem felst í hinu hebreska stafrófí og nafni Jahve og búa til líf úr dauðu efni.10 Sjón grípur hér til ýmissa Gólem-sagna og þar á meðal þekktustu gerðar hennar: skáldsögunnar Der Golem (1915) eftir Gustav Meyrink (1868- 1932), en líkt og í henni segir Góleminn sjálfur söguna af sér og sköpun sinni í Augu þín sáu mig. Skáldsaga Meyrinks byggir á sögunni af rabbínanum Löw be Bezaleel (1513-1609) frá Prag sem á að hafa skapað slíkan mann úr leir með því að skrifa sköpunarorðið á enni „vélmennisins“ en slökkt síðan á því aftur áður en hvíldardagurinn gekk í garð með því að þurrka orðið út. Og í raun er Góleminn sem Marie-Sophie og Löwe skapa slíkt vélmenni. Leirinn í honum er samsafh af vessum og líkamshlutum skaparans, Löwes. Leirinn er líffænt efhi sem hin dulræna ást Marie-Sophie og Löwes getur ein hleypt í lífi. Sköpun Gólemsins er því sköpun sem stendur utan við heim hinna fyrirfram ákvörðuðu tvennda. Hann er nýtt upphaf. Því kyrrstaða sögunnar, stöðnunin, er aðeins fyrir hendi á einu frásagnarsviðinu, þar sem sagt er frá viðburðum í Kukenstadt. Á hinum sviðunum tveimur heldur sagan áfram á algerlega nýjan hátt. Á sviði sögumannsins heldur hún áfram vegna þess að hann er sá eini sem lifir af kyrrstöðuna. Hann hefur yfirsýn yfir öll sviðin þrjú og getur sagt frá þeim. Hann talar utan úr annarri vídd. En á hinu frumspekilega sviði hefur erkiengillinn Gabríel verið leystur úr fjötrum tvíhyggjunnar. Hann gengur inn í nýtt ljós Sófíu sem leysir heiminn úr hinum sífelldu átökum Demíúrgs, hins illa anda sem skapaði efnið, og guðdómsins, sem er ekki af hinum efnislega heimi. Gabríel er því leystur undan því hlutverki sem hann hefur í hinni gyðingleg-kristnu hefð. Hann er leystur úr viðjum hinnar eilífú frumspekilegu baráttu og þessi frelsun TMM 1995:4 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.