Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 122
þýðir að saga mannanna stöðvast en hún þýðir um leið að ný vídd, utan
hinnar hefðbundnu tvíhyggjusögu, opnast.
I Augu þín sáu mig eru endalok hins vestræna hugsanagangs í raun sett á
svið. Þau eru sett fram með öllum sínum þunga og með öllum sínum
dramatísku afleiðingum fýrir söguskilning og hugmyndafræði Vesturlanda.
En um leið er annars konar víddum sem eru utan þessarar tvíhyggju lýst.
Englarnir og demónarnir fljúga burt inn í nýja veröld sem enn er óorðuð og
sem enn er ekki annað en hugmynd um veruleika. Og þegar allar klukkur í
Kukenstadt stöðvast heyrist aðeins rödd Gólemsins. Hann segir frá þeim
dögum að hann varð til úr leir og vessum þess gamla en fæddist til hins nýja.
Tungumál skáldsögunnar, magnaðar og dularfullar myndir hennar, taka
lesandann með sér inn í nýtt rými. Því í raun heldur Sjón fast í hina pólitísku
hugsun súrrealismans. Þá hugmynd að nota hugarflugið til að brjóta sér leið
inn í samfélagið og umbylta því með ímyndunaraflinu. Þessi pólitíski grunn-
þráður er þó aldrei uppáþrengjandi. Hann er ekki settur ff am sem táknheim-
ur sem samstundis raðar öllum boðum og merkjum í risavaxnar merking-
arblokkir. Textinn er sífellt á skriði. Hann er margrása boðtæki sem sífellt er
að snúa upp á þá vitneskju sem hann styðst við og veita henni í nýja farvegi.
Sá sögulegi, táknlegi og guðfræðilegi heimur sem hann styðst við er ekki bara
einhver hallærisleg „vísun“, eins og gagnrýnendurnir segja þegar þeir sjá
eitthvað sem þeim kemur kunnuglega fyrir sjónir í textanum en hafa ekki
hugmynd um hvað er. Þessi textaheimur er þéttofinn inn í frásögn sem býr
til nýtt samhengi úr hugmyndunum og virkjar þær á nýjan hátt. Textinn
verður að pólitísku tæki sem grípur inn í samtíðina án þess að stafa boðskap
sinn ofan í hana. Það er allt gert með léttleika í þessari sögu og eins og
Nietzsche sagði, þá eru erfiðar og þungar hugsanir ætíð best settar fram með
léttleika og kátínu. Þessi léttleiki gerir ekki grín að samtíðinni til þess eins að
staðfesta gildi hennar. Hann gagnrýnir hana ekki til þess að sýna að það er
engin leið út úr henni. Hann er ígrundaður og ísmeygilegur. Á ári stöðug-
leikans er texti Sjón það óstöðuga sem siglir inn í framtíðina.
Aftanmálsgreinar
1 Uppgripahugsunin er nátengd viðhorfum íslensks alþýðufólks til vinnu. Sjá grein
Finns Magnússonar um tengsl hugmyndaffæði vinnunnar og sjálfsmyndar al-
þýðufólks á fyrri hluta aldarinnar: „Work and the Identity of the Poor: Work
Load, Work Discipline, and Self-Respect“. E. Paul Durrenberger og Gísli Pálsson
(ritstj.): The Anthropology of Iceland, Iowa City 1989, bls. 140-156.
2 Hér er einkum stuðst við bækur André Gorz: Adieux au Proletariat. París 1980
og Métamorphoses du travail. París 1987. Hugmyndir hans og aðrar afar áhuga-
verðar kenningar um skipan vinnu og gildi hennar eru reifaðar í grein Inga
120
TMM 1995:4