Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 181
— 179 —
1954
á kúpubotni, útbreidd blæðing
yfir hægra heilahveli og mar neð-
an á heila hægra megin. Hefur
þetta leitt manninn til dauða. Auk
þess fannst meðfæddur hjartagalli
(defectus septi ventriculorum) og
mikil stækkun á hægra hjarta. I
blóði fannst 0,82%„ vínandi.
'12. 29. júní. L. S., 50 ára kona. Hafði
verið taugaveikluð og þjáðzt af
svefnleysi. Tók að morgni dags um
20 mebumaltöflur og lézt nokkrum
klukkustundum seinna. í maga-
innihaldi og þvagi sterk svörun
barbitúrsýrusambanda. Ályktun:
Af upplýsingum rannsóknarlög-
reglunnar, niðurstöðum rannsókna
Atvinnudeildar Háskólans og með
hliðsjón af því, sem fannst við
krufningu, virðist augljóst, að
konan hafi látizt af mebúmal-
natriumeitrun.
43. 5. ágúst. S. B. 0. C., 44 ára sænsk-
ur skipstjóri. Veiktist skyndilega
um borð í skipi sínu með sárum
verk í baki, sem ekki lét undan
ópíum. Lézt, meðan læknirinn var
að ná í sjúkrabíl. Ályktun: Við
krufningu fannst mikil kölkun í
kransæðum hjarta, svo að ein að-
algreinin var næstum lokuð á
stóru svæði. Auk þess ferskur
thrombus á mótum ramus descen-
dens og circumflexus vinstri æð-
arinnar. Einnig fundust merki um
gamlar og nýjar skemmdir í
hjartavöðva. Kransæðastifla hefur
orðið manninum að bana.
44. 14. ágúst. G. L. J-dóttir, 11 mán-
aða. Dó eftir að hafa haft hita í
rúman sólarhring. Ályktun: Við
krufningu fundust útbreiddar
bólgubreytingar í neðra og aftara
hluta beggja lungna. Af þessari á-
stæðu og með hliðsjón af sjúkra-
sögu má því fullvíst telja, að
lungnabólga hafi orðið barninu
að bana.
45. 16. ágúst. Á. S-dóttir, 72 ára.
Fannst liggjandi veik á götu og
var látin, áður en hún komst í
sjúkrahús. Hafði haft háan blóð-
þrýsting og einkenni frá hjarta.
Ályktun: Við krufningu fannsl
mikil kölkun og þrengsli í krans-
æðurn hjarta og næstum alger
stífla í hinni hægri. Hjarta var
mikið stækkað, og i hjartavöðv-
anum fundust menjar eftir gamla
skemmd á stóru svæði. Auk þess
hreytingar i lifur og lungum, sem
háru greinilegan vott um lang-
vinna blóðrásartruflun. Bana-
meinið hefur verið kransæða-
stifla.
46. 17. ágúst. H. J-son, 40 ára. Datt af
vinnupalli niður á steingólf. Lézt
samstundis. Ályktun: Við krufn-
ingu fundust mikil brot á höfuð-
kúpu, bæði kúpu og kúpubotni,
einnig mörg brot á rifjum vinstra
megin og neðsta rifi hægra megin.
Auk þess mikil blæðing inn í
kviðarhol og vinstra brjósthol,
mar á stóru svæði neðan á heila
og djúpar sprungur í vinstra
lunga, vinstra nýra og lifur. Ofan-
greindir áverkar ásamt innri blæð-
ingu liafa skjótlega leitt manninn
til dauða.
47. 30. ágúst. S. E. D-son, 6 vikna
barn, sem lézt skyndilega að næt-
urlagi. Ályktun: Við krufningu
fannst útbreidd lungnahólga i
hægra lunga, einnig dreifðir, litlir
bólgublettir í vinstra lunga, og
hefur banamein barnsins verið
lungnabólga.
48. 0. september. K. L. Þ-son, 31 árs.
Varð fyrir bifreið og lézt sam-
stundis. Ályktun: Við krufningu
fannst mikið kúpubrot og út-
breidd blæðing í innanbastsglufu
og reifaholi heilans. Auk þess
lærleggsbrot og brot á 4 rifjum.
Áverkar þessir hafa skjótlega leitt
manninn til bana. Hann hefur
verið töluvert ölvaður, er hann
lézt (2,08%o vinandi i blóði).
49. 7. september. Þ. S-son, 74 ára.
Hné niður örendur við vinnu sína
niðri við höfn. Ályktun: Við
krufningu fannst mikil stækkun
og þensla á hjarta (755 g) og
útbreidd kölkun í kransæðum.
Ferskur thrombus í einni aðal-
greininni. Banameinið hefur ver-
ið kransæðastífla.
50. 13. september. O. S. O-dóttir, 74
ára. Strætisvagn ók yfir eða utan
L