Saga - 2020, Page 10
ándu aldar.2 Það er vel hægt að ímynda sér að uppskriftir bræðr -
anna á Íslendingasögum hafi verið vinsælar á slíkum samkomum
þar sem myndirnar hafi gert sögurnar enn raunverulegri og líflegri
fyrir þá sem skoðuðu handritið og hlustuðu á söguna lesna.
Þeir bræður Guðmundur og Guðlaugur misstu foreldra sína árið
1858, þau Magnús Magnússon í Arnarbæli á Fellsströnd og Guð -
rúnu Jónsdóttur. Þá voru þeir aðeins átta og tíu ára gamlir en hjónin
áttu átta börn. Guðmundur fór í fóstur á Breiðabólsstað og bjó þar
til æviloka en hann var ókvæntur. Guðlaugur ólst upp hjá móður-
systur sinni, Kristínu Jónsdóttur, og manni hennar, Eiríki Jónssyni,
sem bjuggu á Hafursstöðum á Fellsströnd. Guðlaugur bjó hjá þeim
til ársins 1873 eða þar til hann fór vestur um haf ásamt yngsta bróð -
urnum, Jóhannesi Magnússyni (1851–1917).3 Jóhannes var tvígiftur
og átti 17 börn, þar af 16 með síðari konu sinni, Kristínu Sigur björns -
þorsteinn árnason surmeli8
2 Sjá t.d.: Loftur Guttormsson, „Lestrarhættir og bókmenning“, Alþýðumenning á
Íslandi 1830–1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar. Ritstj. Ingi Sigurðsson
og Loftur Guttormsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003), bls. 195–214.
3 Guðlaugur og Jóhannes bjuggu fyrsta árið í Ontario áður en þeir námu land í
þorpinu Gimli í Nýja Íslandi. Þeir settu bú á sama landi sem þeir nefndu Dög -
urðar nes og var í Árnesbyggð. Guðlaugur var með póstafgreiðslu heima hjá sér
sem hann kallaði Nes. Hann tók virkan þátt í kirkjustarfi svæðisins; í ársskýrslu
kirkjufélagsins árið 1906 kemur fram að hann hafi séð um bókakaup fyrir bóka-
safn félagsins. Sjá: „Tuttugusta og annað ársþing. Hins evangeliska lút. kirkjufél.
ísl. í Vesturheimi. Haldið á Mountain, 21.–27. júní 1906“, Áramót 2 (1906), bls. 28.
Guðlaugur sat í fyrstu sveitarstjórn Gimli árið 1887 fyrir hönd Árnesbyggðar.
Sjá „Fregnir úr hinum íslenzku nýlendum“, Heimskringla 2:17 (1887), bls. 3.
Svartur blettur sem gæti verið eftir kertaloga. Á hinni hlið síðunnar er heil-
síðumynd af Njálsbrennu og freistandi að ímynda sér að kertinu hafi verið
haldið of nálægt handritinu þegar myndin var sýnd heimilisfólki.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 8