Saga - 2020, Page 21
áhrifum stafrænu vendingarinnar og markaðsvæðingar akademí-
unnar, með áherslu hennar á framleiðni og staðlaða matskvarða á
gæði og áhrif „afurða“ (e. output) rannsókna, á starfsumhverfi fræði-
manna og framtíðarhorfur.12 Álitamál þessa heftis eru tileinkuð
þessari umræðu sem hefur hingað til ekki farið mjög hátt meðal
sagn fræð inga hér á landi. Með því vonumst við til að opna á frekari
skoðanaskipti um áhrif stafrænu vendingarinnar á störf íslenskra
sagnfræð inga.
Óðinn Melsted ræðir vangaveltur sagnfræðinga um möguleg
skekkjuáhrif stafrænna gagnagrunna á söguritun og sagnfræðirann-
sóknir. Pistill hans er innblásinn af umræðu sem átti sér stað á ráð -
stefnu um stafrænar sagnfræðirannsóknir í Hollandi sumarið 2019.
Þar kenndi einn fyrirlesara það við „íslandíseringu“ þegar sagn -
fræð ingar einblíndu á lönd þar sem gott aðgengi væri að stafrænum
gögnum, sem leiddi af sér einsleitari rannsóknir en ella. Óðinn telur
áhersluna á Ísland í þessu samhengi á misskilningi byggða en veltir
upp ýmsum spurningum um möguleika og takmarkanir stafrænna
rannsókna á íslenskri sögu, meðal annars með tilliti til stöðu íslensk-
unnar í heimi stafrænnar sagnfræði.
Íris Ellenberger beinir sjónum einnig að jaðarsetningu lítilla mál -
svæða í alþjóðlegu umhverfi risavaxinna stafrænna gagna grunna
um gæðamat og flokkun fagtímarita á grundvelli áhrifastuðuls
(e. impact factor) þeirra. Þessi jaðarsetning telur hún að stuðli jöfnum
höndum að landfræðilegum ójöfnuði innan fræðanna á heimsvísu,
þar sem enska og enskumælandi fólk frá Vesturlöndum viðheldur
yfirburðastöðu gagnvart öðrum, og kerfislægum spekileka þar sem
rannsóknir fræðimanna miði í vaxandi mæli að birtingu í erlendum
tímaritum sem hafi oft lítinn áhuga á staðbundnu þekkingarfræði -
legu samhengi jaðarsvæða á borð við Ísland. Í ljósi þess að störf
fræðimanna innan háskólastofnana eru með tilkomu matskerfis
opinberra háskóla einkum metin á grundvelli mælanlegrar fram-
leiðni, þar sem útgáfa hjá fagtímaritum sem hafa háan áhrifastuðul
gagnagrunnar og sagnfræðirannsóknir 19
12 Sjá t.d. Uta Frith, „Fast lane to slow science“, Trends in Cognitve Sciences 24:1
(2020), bls. 1‒2; Jessie Daniels og Polly Thistlethwaite, Being a Scholar in the
Digital Era. Transforming Scholarly Practice for the Public Good (Bristol: Policy
Press 2016), bls. 111‒126. Hér má jafnframt benda á vaxandi hreyfingu
þúsunda vísindamanna um allan heim sem skrifað hafa undir sameiginlega
yfirlýsingu um þörf fyrir endurskoðun á matskerfi rannsókna. Sjá Vef.
Declaration on Research Assessment. www.sfdora.org, 15. mars 2020.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 19