Saga - 2020, Page 22
í alþjóðlegum gagnagrunnum er grundvallarviðmið, er hætt við að
afleiðingin verði einmitt sú að íslenskir sagnfræðingar hverfi frá því
að birta rannsóknir sínar í fagtímaritum á íslensku.13 Ef marka má
Narve Fulsås, fyrrum ritstjóra Historisk Tidsskrift, virðist sú breyting
þegar hafa átt sér stað í Noregi. Sagnfræðingar við Óslóarháskóla
voru áður fyrr meginuppistaða höfundalista tímaritsins en með
breyttum áherslum í kjölfar stefnumörkunar háskólans, tilkomu
stigakerfis sem hampar alþjóðlegum birtingum á kostnað innlendra
og endurröðunar tímaritsins í lægra þrep norska matskerfisins hafa
þeir svo til alveg horfið af höfundaskrá tímaritsins. Um það bil fjórð -
ungur allra sagnfræðirannsókna í Noregi eru stundaðar við Óslóar -
háskóla og því er þetta ansi stór biti af kökunni.14 Staða Sögu í þess-
um efnum er öllu betri en sambærileg þróun er yfirvofandi. Líkt og
Íris bendir á í grein sinni var við endurskoðun matskerfis opinberra
háskóla á síðasta ári lagt til að lækka stigagjöf nokkurra íslenskra
tímarita á sviði hug- og félagsvísinda, þar á meðal Sögu. Þeirri
tillögu var harðlega mótmælt, meðal annars af ritstjórum Sögu, með
þeim rökum að ekki væri tekið nægilegt tillit til mikilvægis hennar
á sínu sérsviði og fyrir íslenskt fræðasamfélag og var breytingunni
frestað um sinn.
Guðmundur Hálfdanarson setur stafrænu byltinguna í sam -
hengi við gamla draumsýn um hið lýðræðislega alheimsbókasafn
og veltir fyrir sér hvað hafi áunnist og hvað hafi glatast, til dæmis
með skírskotun til hins efnislega veruleika handrita, bóka og skjala
og líkamlegra tengsla fræðimannsins við fortíðina en einnig eins-
leitninnar sem geti fylgt því að einblína á stafrænar heimildir. Guð -
mundur vekur enn fremur máls á aðgengismálum þegar hann bendir
á að stórir hlutar hins rafræna veraldarbókasafns séu varðir höfundar -
rétti og að enn þurfi að borga himinhá áskriftargjöld til þess að
hljóta aðgang að þeim gæðum. Þar með beinir Guðmundur sjónum
að umræðunni um opið aðgengi (e. open access) en vaxandi kröfur
eru uppi innan fræðasamfélagsins og hjá fjármögnunaraðilum rann-
álitamál20
13 Sbr. Lbs.–Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Rebekka Silvía Ragn -
ars dóttir, Árangursstjórnun í háskólum á Íslandi. Hvernig nýtist aðferðafræði
árangursstjórnunar í opinberu háskólunum? MPA-ritgerð í opinberri stjórn -
sýslu við Háskóla Íslands 2019, https://skemman.is/handle/1946/34397, bls.
53‒59.
14 Narve Fulsås, „Framtida for Historisk Tidsskrift“, Historisk Tidsskrift 98:4
(2019), bls. 341‒342.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 20