Saga - 2020, Page 57
halda.48 Kristmann Guðmundsson rithöfundur gekk í varðliðið og
skrifaði síðar að stofnun liðsins hefði verið söguleg því að það var
fyrsti vísirinn að flokki kommúnista hér á landi.49 Liðið var vopnað
bareflum en þau mátti að sögn aðeins nota í sjálfsvörn. Jón Jósefsson
yfirmað ur liðsins gerði önnur vopn sem bárust inn í húsið upptæk.
Vopnin, sem voru ýmist hnífar eða byssur, voru send í geymslu á
heimili Hendriks og eigendunum tjáð að þeir fengju þau aftur þegar
málinu væri lokið.50
Beiðni um danska hernaðaraðstoð
Ólíkt var um að litast í Suðurgötu 14 og á lögreglustöðinni í Lækjar -
götu að kvöldi 18. nóvember. Fjöldi fólks streymdi að heimili Ólafs
til að votta fjölskyldunni samúð sína. Í Lækjargötu bjuggu lögreglu -
þjónar bæjarins hins vegar að sárum sínum enda höfðu margir
hlotið áverka í átökunum. Þáttaskil höfðu líka orðið í drengsmálinu.
Veikindi Nathans voru ekki lengur aðalatriðið heldur hitt að ríkis-
stjórnin hafði beðið ósigur fyrir Ólafi og liðsmönnum hans, sem
framið höfðu lögbrot. Stjórnin varð að fara með sigur af hólmi í deil-
unni eða fara frá völdum. Ríkisstjórn sem ekki gat haldið uppi lög-
um og reglu í landinu var ekki á vetur setjandi.51
Á sama tíma og Ólafur setti vörð um heimili sitt í Suðurgötu ríkti
ringulreið í stjórnarráðinu. Ósigur lögreglunnar kom Jóni Magnús -
syni forsætisráðherra í opna skjöldu en ráðherrann neyddist til að
fresta fyrirhugaðri utanför sinni til Danmerkur vegna málsins.52 Tíð -
indin sýndu hvað ríkisvaldið og löggæslan voru veikburða hér á
landi en lögregluþjónar bæjarins voru aðeins 13 talsins árið 1921.53
Ríkisstjórnin leit framgöngu Ólafs og liðsmanna hans líka alvarleg-
um augum. Jón Magnússon forsætisráðherra var þeirrar skoðunar
að Jón Hermannsson lögreglustjóri hefði brugðist embættisskyldum
sínum í Suðurgötuslagnum. Lögreglustjórinn vildi hins vegar ekki
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 55
48 Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið, bls. 49; Snorri Bergsson, Roðinn í austri, bls.
339–340.
49 Kristmann Guðmundsson, Ísold hin svarta, bls. 285.
50 Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið, bls. 50.
51 Sama heimild, bls. 46–48, 53.
52 „Uppþot í bænum“, Vísir 19. nóvember 1921, bls. 2.
53 Lögreglan í Reykjavík (Reykjavík: Lögreglustjórnin í Reykjavík 1938), bls. 123.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 55