Saga - 2020, Page 72
vörður settur um húsið.97 Drengurinn var sendur af landi brott með
Gullfossi til Kaupmannahafnar tveimur dögum síðar.98
Glöggt er gests augað
Skiptar skoðanir voru meðal bæjarbúa varðandi aðgerðir stjórn -
valda og flutning Nathans af landi brott. Flokksblöðin deildu harka-
lega um aðgerðirnar og lögmæti þeirra. Morgunblaðið lýsti því yfir
að um bæjarhreinsun hefði verið að ræða enda hefði mun alvarlegra
uppþot en það sem átti sér stað í Suðurgötu getað blossað upp á
hverri stundu. Upphafsmennirnir hefðu loksins verið handsamaðir
og hættan væri liðin hjá. Um leið lýsti blaðið yfir ánægju með þá
ákvörðun stjórnar Alþýðusambandsins að setja Ólaf af sem ritstjóra
Alþýðublaðsins og sagði tímabært að jafnaðarmenn og kommúnistar
greindu sig í sundur hér á landi eins og annars staðar.99
Tíminn og Vísir töldu málið hins vegar ekki svona einfalt og
gagnrýndu Ólaf fyrir þvermóðsku og ríkisstjórnina fyrir klaufaskap.
Framganga Ólafs væri óverjandi enda hefðu yfirvöld verið í rétti
þegar þau vísuðu Nathan úr landi. Stjórnin hefði hins vegar misst
tökin á málinu þegar að hópur manna hefði fengið þá flugu í
höfuðið að bærinn væri fullur af kommúnistum og að Ólafur ætlaði
að gera byltingu. Allir sem eitthvað til þekktu vissu að það væri
enginn jarðvegur fyrir kommúnisma í höfuðstaðnum. Landsstjórnin
yrði að efla löggæsluna og stjórna landinu af réttlæti, sanngirni og
festu.100
Alþýðublaðið, sem nú var ritstýrt af Jóni Baldvinssyni, gagnrýndi
ríkisstjórnina hins vegar harðlega og sagði aðgerðirnar hafa slegið
óhug að fólki. Allir vitibornir menn vissu að þær væru pólitískar og
að framganga Ólafs og liðsmanna hans hefði ekki átt neitt skylt við
byltingu. Skipan Jóhanns skipherra í embætti aðstoðarlögreglustjóra
væri stjórnarskrárbrot og ríkisstjórnin hefði enga heimild í lögum til
að stofna vopnaðan her og beita honum gegn borgurunum. Hvít -
skafti ingimarsson70
97 „Viðtal við konu Ól[afs] Fr[iðrikssonar], frú Önnu Friðriksson“, Alþýðublaðið
26. nóvember 1921, bls. 2–3.
98 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands I. C/17. Bréfabók, 25. nóvember 1921.
99 „Lögin í gildi“, Morgunblaðið 24. nóvember 1921, bls. 1; „Afstaða Alþýðu -
flokksins“, Morgunblaðið 24. nóvember 1921, bls. 1.
100 „Rósturnar í Reykjavík“, Tíminn 26. nóvember 1921, bls. 139; „Uppreisnin“,
Vísir 7. og 9. desember 1921, bls. 2.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 70