Saga - 2020, Page 85
fulltrúar OWI sér reynslu og þekkingar á vettvangi í ólíkum löndum
og menningarheimum. Þeir sáu með eigin augum hvernig opinbert
upplýsinga- og kynningarstarf á alþjóðavettvangi gat nýst hinu rís-
andi stórveldi til að fóta sig í heimi þar sem eldri valdamynstur
voru tekin að riðlast.
Aðalskrifstofa OWI í Washington vildi sníða starfsemina að
hverju landi fyrir sig. Í því efni treysti hún á greiningu starfsmanna
á svæðisskrifstofunum og var Ísland engin undantekning.29 Starfs -
menn OWI fylgdust líka grannt með því hvað íslenskir fjölmiðlar
birtu af því efni sem skrifstofan lét þeim í té og sömuleiðis hvaða
afstöðu mátti greina til Bandaríkjanna í íslenskum blöðum.30 OWI
lagði jafnframt kapp á að koma sér upp aðstöðu til útvarpssendinga
þar sem því var við komið. Á Íslandi var farin sú leið að óska eftir
að skrifstofan fengi að nýta Ríkisútvarpið til útsendinga á þeim tím-
um dags þegar hlé var á dagskrá þess. Samningur um afnot banda-
rískra hernaðaryfirvalda af Ríkisútvarpinu var undirritaður í lok
febrúar 1943.31 Í viðtali sínu við Porter McKeever spurði Elín Pálma -
dóttir hann að því hvernig Bandaríkjamenn hefðu áunnið sér traust
Íslendinga. Hann svaraði: „Við byrjuðum að koma á fréttaflæði til
Íslands frá Bandaríkjunum, reyna að byggja upp fréttir, sem ekki
væru svona áróðurskenndar, eins og Bretarnir höfðu til að styrkja
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 83
29 NA (National Archives). RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J).
Box 2. Bréf frá Milton S. Eisenhower OWI Washington til Vals Bjornson
(Reykjavík) 3. nóvember 1942. Þegar bandarísk skjöl frá tímum seinni heims-
styrjaldarinnar sem varða Ísland eru lesin rekst maður gjarna á nöfn með nor-
rænan uppruna. Virðast Bandaríkjamenn hafa lagt sig sérstaklega eftir því að
fá hingað til starfa menn sem voru kunnugir landinu og menningu þess. Í bréfi
Eisenhowers til Vals Bjornson er vísað til Hjalmars Bjornson sem var forstöðu -
maður Láns- og leiguaðstoðar Bandaríkjanna hér á landi. Val og Hjalmar voru
bræður og áttu þeir íslenska foreldra. Hér á landi voru líka tveir aðrir bræður
þeirra, Bjorn og Jon. Árlega veitir Háskóli Íslands styrki úr sjóði Vals Bjornson
til náms við Minnesota-Háskóla. Um ævi hans og störf hefur verið fjallað alloft
í íslenskum dagblöðum og tímaritum, t.a.m. hér: Ívar Guð mundsson, „Íslenski
ráðherrann í Minnesota“, Lesbók Morgunblaðsins 3. apríl 1951, bls. 189–193.
30 Sjá t.a.m. NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla
Agnes R. Allen: Iceland / November 15 – December 15 / 1943, 13. desember
1943; NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla
Agnes R. Allen: Iceland / December 15 – January 15 / 1944, 12. janúar 1944.
31 Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavík: Saga Ríkisútvarpsins 1930–1960 (Reykja -
vík: Sögufélag 1997), bls. 177.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 83