Saga - 2020, Page 86
sinn baráttuhug. Heldur bara einfaldar almennar fréttir frétta-
manna.“32 Hér má finna greinilegan samhljóm með áherslum þeirra
Davis, MacLeish og Sherwoods á skrifstofu OWI í Washington á
upplýsingagjöf og réttan fréttaflutning. Bretar höfðu haft eftirlit
með útvarpsstarfsemi á Íslandi frá því þeir hernámu landið en í júlí
1943 setti Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri starfsmönnum reglur sem
virð ast hafa verið settar í samráði við Bandaríkjamenn. Áttu þær að
koma í veg fyrir að með útvarpinu bærust upplýsingar sem gætu
stofnað Íslendingum í hættu eða torveldað hervarnir landsins. Var
sérstök áhersla lögð á að fylgjast með auglýsingum í útvarpi og
fréttum. Um hernaðaraðgerðir og hervarnir mátti einungis fjalla ef
upp lýs ingarnar voru látnar í té af „réttum hlutaðeigandi yfirvöld -
um í her eða flota Bandaríkjamanna, enda liggi fyrir á fréttastofu
hverjir til slíks eru valdir af yfirstjórn hersins“ eins og segir í reglum
útvarpsstjóra.33 Vafaatriði átti að bera undir eftirlitsmann setuliðs -
ins en hann virðist hafa lesið yfir allar fréttir áður en þær fóru í
loftið. Einnig var eftirlit haft með öðru töluðu máli í dagskrá Ríkis -
útvarpsins.34
Starfsmenn OWI höfðu umsjón með dagskránni á þeim tímum
sem herinn fékk úthlutað og var hún send út undir merkjum The
Voice of America í þrjá til fjóra klukkutíma á dag þegar mest lét.35
Fyrirferðarmest var efni sem kom tilbúið að utan og var gjarna
undir stjórn vinsælla skemmtikrafta eins og Jack Benny og Bob Hope.
Sígild evrópsk tónlist skipaði líka veigamikinn sess en sú áhersla
virðist hafa verið liður í því að skapa hámenningarlega ímynd af
Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn merktu árangurinn af útsending-
um sínum með ýmsum hætti og bentu til að mynda á íslenska texta
sem samdir voru við bandarísk dægurlög.36 Sameiginleg útsending
íslenskra og bandarískra dagskrárgerðarmanna á Leníngrad-sinfón íu
Sjostakovitsj með kynningum á bæði ensku og íslensku þótti líka
takast svo vel að frekari sameiginlegar útsendingar voru fyrirhug -
haukur ingvarsson84
32 Elín Pálmadóttir, „Kalda stríðið gekk í garð á Hótel Borg. Rithöfundurinn
Porter McKeever var fyrsti upplýsingafulltrúi Bandaríkjamanna á Íslandi
1942“, Morgunblaðið 6. maí 1990, bls. D22 og D24, hér bls. D22.
33 Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavík, bls. 176–177.
34 Sama heimild, bls. 180–181.
35 „Bandaríkjamenn fá 3–4 tíma í útvarpinu á dag“, Alþýðublaðið 3. mars 1943, bls.
2 og 7
36 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Elinor
Goodfriend: Reykjavík, Iceland / July 15 – August 31 / 1944, 31. ágúst 1944.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 84