Saga - 2020, Side 89
búsetta í Bandaríkjunum. Hefði bréfritari fremur kosið að fjallað
væri um helstu menningarafrek Bandaríkjamanna á sviði lista,
mennt unar og almenningsfræðslu. Um leið bendir bréfritari á að
þögn ríki um ýmsar skuggahliðar bandarísks samfélags í umfjöllun
Benedikts: „Við gerðum ekki ráð fyrir, að hann lýsti ýtarlega svarta
markaðinum, svertingjahatrinu, árásunum á Gyðingabörnin í Bronx -
garði eða hinu takmarkaða ritfrelsi og bannfæringu Bostonbúa á
hinni ágætu og nýútkomnu skáldsögu Strange Fruit“.44 Telja má víst
að hér vísi höfundur greinarinnar leynt og ljóst til hins fjórþætta
frelsis sem Roosevelt taldi Bandaríkjamönnum skylt að standa vörð
um. Hann gefur í skyn að tvískinnungs gæti hjá Bandaríkjamönnum
sem boði frelsi á heimsvísu meðan minnihlutahópar séu kúgaðir í
þeirra eigin landi. Bág réttindastaða svartra í Bandaríkjunum olli
OWI miklum vandræðum víða um heim. Það fór ekki fram hjá
Þjóðverjum og Japönum sem gerðu tal Bandaríkjamanna um frelsi
og lýðræði tortryggilegt og sökuðu þá um hræsni.45 Það sama höfðu
Sovétmenn gert fyrir stríðið en minna fór fyrir þessum málflutningi
í þeirra herbúðum eftir að þeir gengu í lið með Bandamönnum.46
Höfundur aðsendu greinarinnar í Þjóðviljanum segir tæpitungu-
laust að hlutverk OWI sé einkum falið í því „að afla nákvæmrar vit-
neskju um flest efni, sem gætu komið Bandaríkjunum að haldi,
hern aðarlega eða stjórnmálalega, — og þó einkum að dreifa út
bandarískum áróðri meðal annarra þjóða“.47 Felldi hann sig greini-
lega ekki við að óljós mörk væru milli dagskrár Ríkisútvarpsins og
OWI og velti fyrir sér hver bæri kostnaðinn af dagskrárgerðinni.
Taldi hann að „auglýsingar“ íslenskra námsmanna í Bandaríkjunum
sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu yrði að skoða í „öðru og annarlegra
ljósi“. Eins og Gunnar Stefánsson gerir grein fyrir í bók sinni um
sögu Ríkisútvarpsins þá voru fleiri en vinstrimenn sem gagnrýndu
innslög á íslensku sem OWI stóð straum af. Bæði útvarpsstjóri og
Porter McKeever svöruðu þessari gagnrýni með því að vísa til ákvæð -
is í samningi bandarískra hernaðaryfirvalda og Ríkisútvarps ins sem
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 87
44 Útvarpshlustandi, „Er enginn munur á OWI og Ríkisútvarpinu? Vinsamleg
fyrirspurn“, Þjóðviljinn 29. ágúst 1944, bls. 3.
45 Justin Hart, Empire of Ideas, bls. 91.
46 Rósa Magnúsdóttir, Enemy Number One. The United States of America in Soviet
Ideology and Propaganda, 1945–1959 (Oxford: Oxford University Press 2019), bls.
33–37.
47 Útvarpshlustandi, „Er enginn munur á OWI og Ríkisútvarpinu? Vinsamleg
fyrirspurn“, Þjóðviljinn 29. ágúst 1944, bls. 3.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 87