Saga


Saga - 2020, Page 132

Saga - 2020, Page 132
voru út úr bænum. 101 mál af 113 hafði skýrar málalyktir eða 89% málanna. Með skýrum málalyktum er átt við að í málsgögnum sé ýmist að finna úrskurð ungmennadómstólsins eða heimildir um að einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna stúlkunnar án úr - skurð ar dómsins. Stúlkurnar sem ungmennaeftirlitið hafði afskipti af voru ung- lingsstúlkur á aldrinum 13–18 ára. Flestar höfðu lokið barnaskóla- námi, enda skyldunáminu lokið á 14. ári á þessum tíma, og höfðu ekki sótt sér meiri menntun, þær voru ýmist í vist, í vinnu á veit- ingahúsum eða í einhvers konar verksmiðjuvinnu. Vert er að vekja hér athygli á því að stúlkurnar sem um ræðir voru á vissan hátt á mörkum þess að vera börn eða ungmenni og fullorðnir einstak - lingar. Þær voru ungar að árum, flestar ennþá börn í nútíma skiln- ingi, en unnu fyrir sér. Þeim var ætlað að bera fjárhagslega ábyrgð á sjálfum sér en á sama tíma voru þær settar undir eftirlit á þeim for- sendum að þær hefðu ekki nægan þroska til að stjórna samskiptum sínum við karlmenn, þar með talið kynlífi sínu. Slík viðhorf til stúlkna af verkamannastétt eða úr fátækari lögum samfélagsins hafa einnig birst í erlendum rannsóknum eins og fram hefur komið. Hernámið á Íslandi jók tækifæri kvenna og stúlkna til atvinnu og til þess að þéna umtalsverða peninga en störf þeirra fyrir herinn þóttu tortryggileg og fljótlega var farið að ræða um þau sem þátt í spillingu þjóðarinnar.62 Stúlkurnar sem komu til kasta ungmenna- eftirlitsins höfðu oft lítið bakland í borginni, töluverður fjöldi þeirra var ættaður utan af landi, nokkrar þeirra voru í fóstri og þó nokkuð margar ólust upp við erfiðar aðstæður svo sem fátækt og/eða ofbeldi á heimilinu auk þess að það kom fyrir að stúlkurnar höfðu komið við sögu hjá barnaverndarnefnd áður en afskipti af þeim hóf- ust vegna ástandsins.63 Einnig voru þess dæmi að stúlkur segðu frá misnotkun í æsku eða að þeim hefði verið nauðgað, ýmist af íslenskum körlum eða jafnvel hermönnum sem þær voru sakaðar um að vera í tygjum við. Tæp 10% þeirra 113 mála sem geymd eru í skjalasafni Sakadóms Reykjavíkur geyma einhvern vitnisburð um kynferðisofbeldi. Það er hins vegar ekki ólíklegt að raunverulegt hlutfall þeirra sem beittar voru ofbeldi hafi verið mun hærra. agnes jónasdóttir130 62 Herdís Helgadóttir, Úr fjötrum. Íslenskar konur og erlendur her (Reykjavík: Mál og menning 2001), bls. 119–121, 125. 63 ÞÍ. Sakadómur Reykjavíkur. FA9/1–FA9/6. Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.