Saga


Saga - 2020, Page 174

Saga - 2020, Page 174
eitt. Fjöldi sókna hefur þó einnig tekið breytingum í tímans rás. Um miðja átjándu öld voru þær 322 en aðeins 266 árið 2018 er samantekt sóknarsög- unnar lauk (bls. 17–18). Þrátt fyrir fækkunina má færa rök fyrir því að sóknir í landinu séu enn of margar en sumar þeirra eru vart starfhæfar sökum fólks fæðar. Hingað til hefur ekki verið um auðugan garð að gresja varðandi upp - lýsingar um sóknir, sóknamörk og breytingar á þeim þegar undan er skilin bók Jóns Johnsen (1806–1881), Jarðatal á Íslandi, frá 1847. Myndar hún mikil - vægan grundvöll nýja ritsins en framan og aftan við hefur Björk Ingi mundar - dóttir prjónað með umfangsmikilli heimildaöflun jöfnum höndum úr bæði útgefnum og óútgefnum skjölum og frásagnarheimildum. Með útkomu bókarinnar hefur því bylting orðið á stöðu þekkingar í þessu efni. Á það eftir að koma mörgum til góða við áframhaldandi rannsóknir á aðskiljan- legum sviðum. Því er um tímamótaverk að ræða þótt sérhæft sé. Vissulega vekur útgáfa sem þessi ýmsar spurningar í huga notanda. Ein er sú að ekki fylgja verkinu neinar skrár sem hjálpa notanda til að fletta upp í því umfram það sem ítarlegt efnisyfirlitið hrekkur til. Með hjálp þess er auðvelt að nálgast upplýsingar ofan frá og niður, þ.e. gegnum einstök pró- fastsdæmi og prestaköll að sóknum og loks þeim bæjum sem tilheyrðu hverri og einni. Líklegt er að allt eins margir þurfi að rekja sig neðan frá og upp eða glöggva sig á hvaða sókn ákveðnar bújarðir tilheyrðu. Svo hefur að minnsta kosti verið með undirritaðan sem þráfaldlega hefur gripið til ritsins allt frá því það kom út. Þá er við fátt að styðjast nema ályktunar- eða ágisk- unarhæfni notanda. Vissulega er ritið þess efnis að torvelt hefði verið að láta fylgja því tæmandi skrár. Áhorfsmál er þó hvort ekki hefði þurft að hafa skrá yfir nöfn bújarða eða svokallað bæjatal þótt vissulega hefði það tekið ærið pláss. Í Bæjatali Póst- og símamálastjórnar miðað við 1951 fyllti skráin „Bæjum raðað eftir stafrófsröð“ hátt í 60 bls. Slík skrá hefði aftur á móti gert mörgum mun auðveldara fyrir við notkun ritsins. Úr þessu má vissulega bæta með rafrænu bæjatali á vefsvæði Þjóðskjalasafns. Þá er komið að helstu vangaveltum undirritaðs sem felast í því hvort hugsanlega hefði átt að birta verkið sem rafrænan gagnabanka eða enn frek- ar að stefna á aðra útgáfu þess á vefnum. Ástæða þessarar hugmyndar teng- ist ekki aðgengi eða leit í ritinu heldur lýtur hún að endingu þess eða geymsluþoli. Í ritinu rekur Björk Ingimundardóttir sögu hinna kirkjulegu starfseininga, prófastsdæma, prestakalla og sókna aftan úr svo grárri forn- eskju sem mögulegt er og fram til nútímans. Þetta kerfi er þó ekki hoggið í stein heldur hefur það ávallt tekið nokkrum breytingum og því örari sem búsetubreytingar í landinu hafa verið meiri. Aðeins fáum vikum eftir útgáfu ritsins fjallaði kirkjuþing um þó nokkrar tillögur um sameiningu prestakalla og samþykkti að minnsta kosti eina. Þá má gera ráð fyrir að fram undan geti verið mikið breytingaskeið á þessu sviði sem haft getur áhrif víða um land en ekki aðeins í mesta þéttbýlinu. Með vefútgáfu hefði mátt fylgja þessum ritdómar172 Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.