Saga - 2020, Page 175
breytingum eftir jafnvel í rauntíma en fyrr eða síðar þarf að fanga þær inn í
þessa sögu.
Athygli er ekki vakin á þessu atriði til að gagnrýna það glæsilega verk
sem hér liggur fyrir og er höfundi og útgefanda sínum til mikils sóma.
Tilgangurinn er þvert á móti að vekja vangaveltur um hvort við séum ef til
vill fullíhaldssöm þegar um útgáfu og birtingu rannsóknargagna er að ræða
og höfum ekki áttað okkur á kostum rafrænna birtinga eða tekið þær í sátt.
Hjalti Hugason
Þórir Stephensen, STEFÁN STERKI. MyNDBROT ÚR MANNSÆVI.
Útg. höfundur. Reykjavík 2018. 347 bls. Nafnaskrár.
Alvöru ævisögur um löngu látna einstaklinga eru fágætar á íslenskum bóka-
markaði — og á ég þar við ævisögur sem eru byggðar á vandaðri rannsókn
á tiltækum gögnum þar sem kafað er sem næst botni en ekki bara skimað
yfir það sem fyrri fræðimenn og aðrir hafa þegar skrifað. Helst er þá fjallað
um þjóðhetjur í einhverjum skilningi, svo sem Árna Magnússon og Jón
Sigurðsson, sem þykja verðskulda viðamikla umfjöllun vegna frammistöðu
sinnar eða þjóðskáld á borð við Matthías Jochumsson, Stefán G. Stephansson,
Davíð Stefánsson eða Halldór Laxness. Raunar er merkilega lítið um slík rit
miðað við öll aldarafmælin og mestu öðlinga er jafnvel bara minnst með svo-
litlum minnisvarða og kannski ráðstefnu eða safni greina. Nýleg dæmi eru
Jón Thoroddsen skáld, Jón Árnason þjóðsagnasafnari og Sigurður Guð munds-
son málari. Hverfandi fáar bækur eru svo skrifaðar um minni spámenn eða
„millistjórnendur“ ef þannig má að orði komast — fólk sem vissulega var
eitthvað en samt ekki alveg, og þó. Nýleg dæmi má nefna um Ingibjörgu
Einarsdóttur, Þóru Pétursdóttur, Stefaníu Guðmundsdóttur og Þórhall Bjarnar -
son biskup. Þessu veldur að ætla má nokkurt kjarkleysi bókaforlaga sem með
vissum rétti bera fyrir sig áhugaleysi kaupenda og lesenda. Fyrir vikið hljóta
hugsanlegir höfundar með góða hugmynd að veigra sér við að leggja út í þá
miklu vinnu sem þvílík verkefni óneitanlega hafa í för með sér.
Þá þarf eitthvað annað að koma til svo sem óbilandi áhugi byggður á
ættrækni. Sú er raunin í þeirri bók sem hér verður gerð að umtalsefni eða
ævisögu séra Stefáns Stephensen á Ólafsvöllum og Mosfelli í Grímsnesi sem
var atkvæðamikill prestur og héraðshöfðingi á síðari hluta nítjándu aldar,
vel ættaður og fjárvana í byrjun en bærilega stöndugur undir ævilok. Höf -
undurinn, séra Þórir Stephensen, er sonarsonur séra Stefáns og lýsir í for-
mála „þrálátri ásókn“ sem á endanum varð til þess að hann tók til við rann-
sóknir og skriftir. Fyrir utan opinberar heimildir nýtir hann samantekt Skúla
Helgasonar fræðimanns og endurminningar Böðvars Magnússonar en þar
ritdómar 173
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 173