Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 2
Marteinn Sindri Jónsson, Steinar Örn Erluson,
Guðrún Steinþórsdóttir og
Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Arfleifð Freuds
Sálgreining og hugvísindi
1.
Undir lok 19. aldar hófst austurríski taugalæknirinn Sigmund Freud handa
við þróun sálgreiningar — nýrrar meðferðar við sálrænum og geðrænum
röskunum sem byggði á róttækri kenningu um áhrif dulvitaðra hvata og
langana á einstaklinga og samfélög.1 Allt frá fyrstu tíð hefur sálgreiningin
verið umdeild og hún á sér vissulega flókna viðtökusögu. Gjarnan hafa
spjótin beinst að því hvort hún geti uppfyllt kröfur náttúruvísindanna.2 Þær
kröfur á sálfræðin sem slík raunar erfitt með að uppfylla, nema að því leyti
sem hún fæst við greinar á borð við líffræði og taugavísindi, því þegar hún
tekur til við að rannsaka hugsun, tungumál, félagslega hegðun og tengsl
1 Sigurjón Björnsson hefur gert greinarmun á sálgreiningu sem meðferð og sálgrein-
ingu sem kenningu og lagt til að orðið sálkönnun sé notað um meðferðina. Sjálfur
gerði Freud ekki slíkan greinarmun og vísar þýska hugtakið Psychoanalyse jafnt til
meðferðar og kenningar. Sjá Sigurjón Björnsson, „Inngangur þýðanda“, Sigmund
Freud, Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1995, bls. 7–12; hér bls. 12.
2 Sjá til dæmis Róbert H. Haraldsson, „Vald ástarinnar í undarlegum og ógnvekj-
andi heimi“, Tveggja manna tal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, bls.
83–90; Sigurður J. Grétarsson, „Sálgreining og sálfræði á 20. öld“, Ritið 2/2003,
bls. 63–71; Haukur Ingi Jónasson, „Óttinn við sálina“, Ritið 2/2003, bls. 25−32; Jón
Ólafsson, „Freud um siðmenningu og samfélag“, Ritið 2/2003, bls. 33–47; og Alenka
Zupančič, „Psychoanalysis“, The Edinburgh Companion to Twentieth-Century Philosop-
hies, ritstjóri Constantin V. Boundas, Edinburgh: Edinburgh University Press, 2007,
bls. 457–468.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (1-22)
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.1
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).