Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 203
FRIeDRICH KITTLeR
174
Samsömunin, forskriftin að viðtökum nýs tíma, getur smollið inn í eyðurnar.
Þetta á ekki aðeins við um söguna sem Meister les upphátt, heldur einnig
um þá sem lesendur hans lesa. Daniel Jenisch, sem skrifaði fyrstu túlkunina
á Wilhelm Meisters Lehrjahre árið 1797, kom þegar auga á þetta: Tvífara-
kaflinn í skáldsögunni þjónar þeim einfalda tilgangi að þjálfa lesendur í
samsömunarlestri. Að mati þessa klerks frá Berlín fólust mest „sláandi ein-
kenni Wilhelm Meisters Lehrjahre“ – og að mati Jenisch er það þetta „sem
gerir skáldsöguna að verki úr penna Goethes“ – í þeirri nýjung, sem markar
skil í bókmenntasögunni, að kynna til sögunnar hetju sem er eins og þú og
ég. Meister stendur hvorki hærra né lægra en lesendur hans, hann hefur
engin „sérkenni“ sem greina á milli okkar og hans. Þar sem einstaklingar eru
ekki skráðir um aldamótin 1800 hefur hann aðeins „almenn einkenni mann-
legs eðlis“.12 einkenni Meisters felast með öðrum orðum í því að hann hefur
engin einkenni og er einfaldlega tvífari lesenda sinna. Rökleg afleiðing þessa
er sú að Goethe verður skyldulesning fyrir alla Þjóðverja. Skáldsagan segir
nefnilega „sögu okkar allra – í þessum Wilhelm Meister sjáum við, líkt og
greifinn frammi fyrir dulbúnum ævintýramanninum á sófanum, okkar eigið
sjálf, en ekki […] stjörf af hræðslu, heldur með notalegri undrun frammi
fyrir kynngi töfraspegilsins sem skáldið heldur fyrir framan okkur.“13
Töfraspeglar frá öðrum löndum og tímum sýndu gyðjur eða djöfla. Á
klassíska tímabilinu í Þýskalandi spegla þeir sauðslega ásjónu borgaranna
sem rugla saman lífi sínu og lestri. Sem líf getur lærdómur Wilhelm Meisters
Lehrjahre (eins og Friedrich Schlegel benti á)14 ekki birst öðrum en þeim
sem hafa alltaf látið glepjast af orðum. Þessi brella reyndist ekki erfið á
meðan laterna magica var eini keppinautur töfraspegils skáldskaparins. No-
valis komst þannig að orði: „Sé rétt lesið, ljúka orðin upp raunverulegum,
12 Daniel Jenisch, Ueber die hervorstechenden Eigenthümlichkeiten von Meisters Lehr-
jahren; oder, über das wodurch dieser Roman ein Werk von Göthens Hand ist. Ein ästhe-
tisch-moralischer Versuch, Berlín, 1797, bls. 14. einnig að mati Friedrichs Schlegel
„minna persónurnar í þessari skáldsögu, eins og þeim er lýst, vissulega á portrett-
myndir [!], en þær eru í eðli sínu meira og minna almennar og allegórískar“ („Über
Goethes Meister“, Kritische Friedrich-Schlegel-Ausgabe, ritstj. ernst Behler, Pader-
born, 1958 [1798], 2. bindi, bls. 143).
13 Jenisch, Ueber die hervorstechenden Eigenthümlichkeiten von Meisters Lehrjahren, bls.
14 o.áfr. Um ritunar- og lestrartækni samsömunarinnar í víðara samhengi, sjá:
Fried rich A. Kittler, „Über die Sozialisation Wilhelm Meisters“, Dichtung als Sozi-
alisationsspiel, ritstj. Gerhard Kaiser og Friedrich A. Kittler, Göttingen, 1978, bls.
99–114.
14 Schlegel, „Über Goethes Meister“, bls. 136 og bls. 141 o.áfr.