Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 100
Guðrún Elsa Bragadóttir
Til tunglsins og til baka
Takmarkalaus ást og gervigreindarmyndin
Undanfarna áratugi hafa dúkkur, vélmenni og forrit verið þróuð til þess að
uppfylla hlutverk í lífi fólks sem áður voru einungis á færi annarra mann-
eskja. Sálgreinandinn Danielle Knafo segir í nýlegri bók frá skjólstæðingi
sínum sem verður afhuga konum, eftir ítrekuð vonbrigði og ástarsorg, og
byrjar að búa með „ástardúkku“ (e. love doll).1 Þótt sambúðin hafi endað
þegar skjólstæðingurinn var reiðubúinn að treysta mennskum konum á ný,
fjallar bókin líka um karlmenn sem kjósa heldur samneyti við dúkkur en fólk.
Sumir þeirra hafa jafnvel gengið í hjónaband með ástardúkku, þótt vígslan
sé ef til vill ekki lögleg í augum ríkis og kirkju.2 Dúkkurnar eru alls ekki ein-
göngu ætlaðar til kynlífs. Þær eru í stöðugri þróun sem ber merki um aukna
áherslu á félagsskapinn sem þær geta veitt.3 Á undanförnum árum hafa fyrir-
tæki eins og RealDoll byrjað að framleiða véldúkkur með gervigreind sem
1 Danielle Knafo og Rocco Lo Bosco, The Age of Perversion. Desire and Technology in
Psychoanalysis and Culture, London og New York: Routledge, 2017, bls. 60–83.
2 Að minnsta kosti enn sem komið er. Gervigreindarsérfræðingurinn David Levy
spáir því að hjónaband manna og vélmenna verði löglegt í sumum fylkjum Banda-
ríkjanna innan fjörutíu ára. Sjá Danielle Knafo og Rocco Lo Bosco, The Age of Per-
version. Desire and Technology in Psychoanalysis and Culture, London og New York:
Routledge, 2017, bls. 15.
3 Þróaðar hafa verið annars konar gervigreindar dúkkur sem ætlað er að taka að sér
umhyggju- eða umönnunarhlutverk sem eru síður náin en þau sem ástardúkkum er
ætlað að þjóna. Má þar nefna dúkkur og vélmenni sem eru notaðar í meðferð alzhei-
mer-sjúklinga og til að hjálpa börnum með einhverfu að læra félagsfærni. Sjá Dani-
elle Knafo og Rocco Lo Bosco, The Age of Perversion, bls. 15–16. Sjá einnig Alyssa
M. Alcorn og fleiri, „Educators’ Views on Using Humanoid Robots With Autistic
Learners in Special Education Settings in England“, Frontiers in Robotics and AI, 1.
nóvember 2019, sótt 26. mars 2021 af https://doi.org/10.3389/frobt.2019.00107.
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (103-128)
Ritrýnd grein
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.6
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).