Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 168
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
247
orða: „Hann væri heppinn, ef hann kæmist ekki einhverntíma undir manna
hendur, pilturinn sá.“42
En vinnukonan Mekkin Jónsdóttir frá Bakkagerði var líka á fótum þessa
nótt, ef marka má sögurnar, og í hennar frásögn þá spyr hún Drauma-Jóa
hver þjófurinn er:
„Mekkin: Hver tók peningana?
Jói: Það vil ég ekki segja. aldrei segja neitt um náungann, sem
getur svert hann.“43
Til viðbótar við þetta misræmi milli sagna af sama atburði bætist að ekki eru
sögumenn sammála um hverjir voru á fótum þessa nótt. Til dæmis minnir
Vigfús, eiganda buddunnar sem allt snýst um, að hann hafi sjálfur spurt Jóa
um hvar hún gæti verið, en þannig segja hvorki Guðrún né Mekkin söguna.
Í frásögnum þeirra kemur eigandinn ekki nálægt leitinni. Ágúst telur söguna
vottaða af Guðrúnu, Vigfúsi, Mekkinu og Jóni Jónssyni mági Mekkinar og
tekur hana trúanlega, óháð útgáfum hennar og án þess að taka afstöðu til
þess hver er sú réttasta. Hann íhugar þó annan möguleika: „En þá er að
eins eftir að vita, hvort Jói hafi sjálfur vitað nokkuð um budduna eða afdrif
hennar, áður en hann sofnaði. Þetta gæti sem sé verið, þar sem alt þetta fer
fram á sama bænum.“44
Hann svarar ekki spurningunni sem er fólgin í hugleiðingunum.45 En hér
er hann í grennd við möguleikann á að Drauma-Jói hafi stundum vitandi eða
óafvitandi verið þátttakandi í flóknu samskiptamunstri; samskiptaleik sem
grundvallaðist á að einhverjir notfærðu sér hinn sérstaka eiginleika hans að
tala upp úr svefni við menn og orðsporið sem af honum fór. Þetta kynnu
menn að hafa gert í því augnamiði að koma sér úr klípu,46 að koma öðrum í
klípu, eða til að koma á kreik góðri sögu sem færi víða um sveitir.
Í sögu 11, „Sér kofortin á Húsavík“, greinir frú Guðrún frá því að er hún
og maður hennar bjuggu að Sauðanesi þá fengu þau til sín vinnukonu frá
Benedikt Kristjánssyni í Múla, Gunnhildi Bjarnadóttur að nafni, en vegna
ófærðar voru koffortin hennar send síðar með skipi. Þegar koffortin glötuð-
42 Sama rit, bls. 88.
43 Sama rit, bls. 92.
44 Sama rit, bls. 92.
45 Hann virðist ekki eiga við að hugsanlega sé Drauma-Jói sjálfur þjófurinn, en samt
sem áður er það einn túlkunarmöguleikinn.
46 Til dæmis losa sig við þýfi.