Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 157
BJaRnI M. BJaRnaSOn
236
beitti sér að því að hugsa um þá áður en hann lagðist til svefns, en gerði þó
engum kunnugt um þann eiginleika. Hann veiktist af taugaveiki í annað sinn
á fimmtánda ári, lá þá þungt haldinn og tóku menn eftir að hann átti til að
syngja og tala upp úr mókinu.10
Drauma-Jói var tvítugur þegar byrjað var að spyrja hann út úr í svefni
og hann sagði sjálfur við Ágúst að draumar hans hefðu verið áreiðanlegastir
þegar hann var á milli tvítugs og þrítugs.11 Árið 1893 kvæntist Jóhannes
Ragnhildi Kristjánsdóttur, og eftir það fer færri sögum af draumförum hans,
bæði vegna þess að draumar sem vísuðu á þýfi höfðu komið honum í vand-
ræði,12 og vegna þess að nú gætti konan hans þess að menn hefðu ekki að-
gang að honum án samþykkis þeirra hjóna. Hinn ætlaði hæfileiki hans rénaði
með árunum en hvarf þó aldrei alveg, að hans eigin sögn og að annarra mati.
Frásagnir Guðrúnar Björnsdóttur af Jóhannesi vekja áhuga Ágústs. Hann
biður hana í bréfi frá 1906 um að færa þær í letur fyrir sig og einnig að skrifa
norður og útvega frekari upplýsingar um Jóhannes hjá ættingjum hans og
vinum.13 Guðrún gerir þetta og smám saman safnast fleiri sögur í sarpinn um
Drauma-Jóa úr ýmsum áttum, til dæmis frá guðfræðingnum Sigurði P. Si-
vertsen. Ágúst biður svo gamlan nemanda sinn, ara Jóhannsson á Ytra-Lóni
að yfirfara sagnasafnið og fá sögurnar vottfestar eins og hann best geti, bera
þær undir Drauma-Jóa sjálfan, og bæta við fleiri sögum ef þær berist honum
til eyrna. Þetta gerir ari og færir Ágústi safnið aftur aukið að magni. Ágúst
skrifaði Sálarrannsóknarfélaginu í London og sýndi því nokkrar sögur. Varð
það til þess að félagið hvatti hann til að rannsaka Drauma-Jóa,14 sem hann
gerði á vormánuðum 1914.
af þessu má ráða að það er komin átta ára forsaga af rannsóknum áður
10 Friðrik Guðmundsson sem var bóndi að Syðra-Lóni á Langanesi tengir í endur-
minningum sínum taugaveikina, sem svo algeng var á þessum slóðum, við vinnuna
við æðardúninn sem var drjúg tekjulind á prestsetrinu, Sauðanesi, og segir: „Árlega
í mörg ár dó þar einhver úr taugaveiki eða lá svo lengi og þungt að hann beið þess
aldrei bætur […]“. Friðrik Guðmundsson, Endurminningar, bindi I, Reykjavík: Vík-
urútgáfan, 1972, bls. 249.
11 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, 1915, bls. 38.
12 „Ennfremur skal ég geta þess, að þar eð Jói oft með svörum sínum kom ýmsu
óheiðarlegu upp um náungann, var hann hættur að láta spyrja sig þannig lagaðra
spurninga, er gætu orðið nokkrum til tjóns og hafði þá jafnan konu sína, eftir að
hann kvæntist, til að gæta þess […]“ Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 72.
13 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 7.
14 „Í bréfi til mín, dags. 7, desbr. farast Miss Johnson orð á þessa leið: I should think it
would certainly be worth while to try experiments with Joe, if he comes to Reykjavik
at any time“, Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 180.