Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 46
LáTIð FLæðA
49
Meginatriðið í þessari gagnrýnu sýn Spinoza og Deleuze er sá að sið-
ferðið leiði af sér „gjá milli okkar og lífsins“ sökum þess að það boðar „hand-
anverandi gildi sem beinast gegn lífinu og tengjast skilyrðum og tálsýnum
vitundar okkar“.35 Þannig verður lífið fyrir spillingu fyrir tilstilli „hugtaka á
borð við gott og illt, sekt og verðleika, synd og aflausn“.36 Spillingin felst
í hatri, ekki síst þegar það beinist gegn manni sjálfum og kemur fram sem
sektarkennd eða samviskubit, sem sú kennd að manni sé einhvers vant, að
maður sé ekki nógu góður (fyrir þennan heim). á þennan hátt verður sú upp-
hafning handanverunnar sem siðferðið felur í sér – með tilheyrandi stöðugri
tilvísun í „guðsótta og góða siði“ – að niðurrifsafli sem eykur okkur trega og
dregur úr okkur máttinn. Siðfræði skilin sem „atferlisfræði“37 tilvistarhátt-
anna miðast á hinn bóginn við að efla aðgerðamátt okkar; hún „er í eðli sínu
siðfræði gleðinnar“, þeirrar kenndar sem „sér til þess að athafnir verði okkur
nærtækar og við fáum að njóta þeirrar sælu sem sprettur af þeim“.38 Þannig
verður siðfræði að hætti Spinoza og Deleuze að frelsandi afli sem leysir úr
læðingi athafnagleði og vorhug, þá skapandi lífsjátun sem finnur sér kær-
komin og aðkallandi verkefni hér og nú.
Ödipus tekinn á beinið
„Dulvitundin er munaðarlaus“39 staðhæfa Deleuze og Guattari í Antí-Ödip-
usi. Þessi fullyrðing kallast á við þá túlkun á hinu ómeðvitaða sem Deleuze
notast við í túlkun sinni á Spinoza. Í stað þess að leitast við að þröngva því
óræða magni sem líkaminn og sálin búa yfir ofan í steypumót Ödipusar-
þríhyrningsins, með tilheyrandi samviskubiti, sektarkennd og vön(t)unartil-
finningu, boða Deleuze og Guattari frelsun dulvitundarinnar. Að baki býr
sú skoðun að hið dulvitaða sé ekki tvírætt og tvílrátt eyðingarafl heldur þvert
á móti eindregin og linnulaus framleiðsla og sköpun. Þessi frumlægi lífsmáttur
finnur sér farvegi í efninu og tekur sér bólfestu í einingum sem Deleuze og
Guattari skirrast ekki við að kalla vélar. Í raun er máttur hins dulvitaða ekki
einn, og dulvitundin ekkert eitt – þaðið er ekki með greini, það er fleirtölu-
orð. Upphafsorð Antí-Ödipusar eru á þessa leið:
ferði“, bls. 177.
35 Sama rit, bls. 177.
36 Sama stað.
37 Sama rit, bls. 178.
38 Sama rit, bls. 179.
39 Gilles Deleuze og Félix Guattari, L‘Anti-Œdipe, bls. 57.