Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 256
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
227
á. við finnum til með þeim sem við köllum þá sem „minna mega sín“ en
hópskilningurinn í samúð okkar heldur þeim frá okkur. Þegar við fáum slíka
samúð, vitum við vel hversu niðurlægjandi hún er, okkur líður eins og við
séum einhverskonar úrkast, og aðrir lúti niður til að minnka sektarkennd
sína gagnvart okkur, hvort sem það varðar okkur eða ekki. Þá þekkjum við
frá fyrstu hendi djöfulleg áhrif tilfinningasemi annarra, tilfinningasemi sem
er gríma viljaleysis og sem kemur í veg fyrir að viðkomandi séu raunverulega
opnir gagnvart okkur eða gagnvart því góða í sjálfum sér. „Að sýna samúð á
þennan hátt“ skrifar Kierkegaard „er lítilfjörlegast allrar félagslegrar hæfni
og sveigjanleika. Samúð af þessu tagi er svo langt frá því að hjálpa þeim sem
þjást og sá sem sýnir hana er aðeins að verja eigin sjálflægni. við þorum ekki
að hugsa af dýpt um vandamálið, svo við spörum okkur samúðina.“14
Að kafa djúpt í líf andans tengir okkur raunverulega við allar aðrir sálir.
Að kynnast djúpt þeim dulvituðu þáttum sem snerta persónulegra vandamál
okkar sjálfra kynnir okkur fyrir tengslasviði sem varðar samfélagið allt. Jung
talar um hlutlægt lag í dulvitundinni sem liggur dýpra en „persónuleg dul-
vitund“ okkar, sem er það innra rými tengist ævi okkar, vegna þess að þar er
algerlega persónulegt efni – bælingar, gamlir draumar, fornar bernskuminn-
ingar. „Hlutlæga dulvitundin,“ sem Jung kallar líka „sammannlega dulvit-
und“ (e. collective unconscious) geymir frummyndir (e. archetypal images) sem
endurspegla frumlæga mannlega reynslu á borð við fæðingu barns, krefjandi
umskipti, þjáningu og dauða. Þegar við upplifum slíka viðburði þá veitir per-
sónuleg reynslan okkur innsýn í sammannlega reynslu og vandamál annarra.
við uppgötvum að okkar litlu lausnir fela í sér lausn á vandamálum mannlegs
lífs og við njótum góðs af lausnum annarra. við uppgötvum tengslin sem eru
á milli okkar og annarra og okkur lærist að dýpsta persónulega reynsla okkar
er órjúfanlega grundvölluð á þátttöku í mannlegu samfélagi. Júlían frá Nor-
wich sagði að við séum öll saumuð í kjarna Guðs og séum þess vegna þegar
allt kemur til alls hnýtt saman á dýpsta sviði.15
Frá þessu stigi kemur athygli einstaklinga sem forðast innantóma hjarð-
mennsku og það að berast með lýðnum, Simone Weil nefndi þetta „inn-
grip“ (e. interfering action). Þess í stað horfum við á þann sem þjáist, og á alla
sem þjást, og spyrjum: „Hvað þjakar þig?”16 Kierkegaard skrifaði, „Aðeins sá
sem tengist þeim sem þjáist í hluttekningu sér að örlög hans sjálfs eru sam-
14 Kierkegaard, The Concept of Dread, bls. 107.
15 Julian from Norwich, Revelations of Divine love, New York: Harper & Row, 1961,
bls. 144–150.
16 Weil, Waiting for God, bls. 112, 115.