Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 180
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
259
þróist og hvernig menn greini á um atriði í þeim. Eins má líta á Jóa sem
tengilið ekki aðeins milli alþýðutrúar og vísinda, heldur skoða tengsl alþýðu-
trúar og kristinnar heimsmyndar í gegnum hann. Hugleiða má hann sem
alþýðumann sem fór langt með að verða „gúrú“, og bera hann saman við
aðra sem náðu slíkri stöðu, eins og til dæmis Láru miðil sem líkt og hann var
heilsuveil og af fátæku sveitafólki, og eins og hann fékk slíka athygli fyrir það
sem sumir töldu vera andlega hæfileika að um síðir náði hún athygli fræði-
manna og bresks sálarrannsóknarfélags.
allt er þetta áhugavert óháð því hvort Jóhannes Jónsson bjó yfir ósvik-
inni gáfu, eða ekki. En vilji maður í dag blanda sér í það verkefni sem þre-
menningarnir á akureyri byrjuðu 1903 og Ágúst H. Bjarnason hélt áfram
með á Vopnafirði 1914, og rannsaka gáfu Drauma-Jóa, þá bjóða heimildir
upp á að það sé gert. Rannsókn eitt og tvö kanna það sem sögurnar af
Drauma-Jóa segja að hann sé fær um, fjarskyggni. En ef maður gefur
könnuninni hér til gamans það hátíðlega heiti rannsókn 3, þá kannar hún
hvort sögurnar sjálfar afhjúpi einhverstaðar ósamræmi sem gerir Drauma-
Jóa ómarktækan.
Fyrrnefndur draumur sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 19. júlí 1936
og lýsir svifi út í víðernin þar til komið er að híbýlum, ef ekki guðs, þá að
minnsta kosti starfsmanna hans í himnaríki, býr yfir skýrum einkennum, og
ekki fer á milli mála að Jói segist hafa dreymt hann sjálfur. Með það í huga
er athyglisvert að íhuga sögu sem er höfð eftir Jóa í safni Einars Guðmunds-
sonar kennara (1905-1991), Íslenskar þjóðsögur. Þar hefur Einar sögu eftir
Marinó Sigurðssyni, sem hann skráði eftir Drauma-Jóa, sögu sem ber heitið
„Draumur stúlkunnar“. Í henni segir frá börnum á nafnlausum bæ í af-
skekktum dal sem eru send eftir sauðum sem reynast ekki þar sem þau voru
vön að sækja þá. Börnin lýjast við leitina og stúlkan sofnar úti í haga. Hana
dreymir tvær vængjaðar verur sem svífa með hana upp í loftið:
Um síðir er hún komin svo hátt upp í loftið, að hún greinir ekk-
ert framar á jörðu. allt í einu lítur hún stærðarhús fram undan
sér. Líkist það stórri glerhöll. […] Eftir nokkra stund opnaðist öll
suðurhliðin á höllinni, því næst öll austurhliðin líka. Komu margar
verur inn, sumar með vængi, aðrar ekki. Loks varð salurinn fullur
af þess háttar fólki. Lokaðist höllin þá aftur. Í miðjum salnum var
stórt borð. Tveir menn gengu að borðinu. Þeir höfðu stórar bækur
undir hendi og lögðu þær á borðið. Á bókunum voru stórir stafir
með rauðu letri. Mennirnir tveir flettu blöðum bókanna. að borð-