Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 17
MARTEINN SINDRI, STEINAR ÖRN, GUÐRÚN OG SIGRÚN MARGRÉT
20
4.
Eitt helsta framlag sálgreiningarinnar í hugmyndasögulegu tilliti er fyrirvari
hennar við þá hugmynd að sálarlíf og sjálfsvitund okkar séu sjálfljós og fylli-
lega aðgengileg fyrirbæri. Í bókinni Með og á móti sálgreiningu gerir Stephen
Frosh tilraun til að ræða kosti og galla þessa margbrotna kenningakerfis.
Hann bendir á að meira en hundrað árum eftir útgáfu ritgerðarinnar Fimm
sjúkdómstilfelli sefasýki (1895) veki Freud enn mesta athygli sem forvígis-
maður þeirra hugmynda sálgreiningarinnar sem borist hafa með straumi
poppmenningar tuttugustu aldarinnar. Frosh telur að þar vegi þyngst fram-
lag Freuds til sjálfsskilnings okkar í nútímanum. Með kenningu sinni um
dulvitaðar þrár og hvatir skýri hann þá tilfinningu (sem mörg okkar kannast
við) að vera ekki fyllilega við stjórn í eigin sálarlífi.43 Sálgreiningin láti vissu-
lega ekki staðar numið með þessari athugun enda sé hún í raun siðferðilegs
eðlis fremur en sannanleg eða hrekjanleg vísindakenning. Þversögn sál-
greiningarinnar sé fólgin í þeirri trú að með henni megi varpa ljósi á það
sem hún sagði öllum hulið.44
Að okkar viti liggur máttur sálgreiningarinnar einna helst í því sem seint
fæst vitað með endanlegum hætti. Það eru ráðgátur hennar, fremur en svör
sem heilla, rétt eins og franski heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty
hefur bent á:
Þegar við sjáum hvað getur gerst innan siðmenningar þar sem um-
burðarlyndi gagnvart sálgreiningunni er of mikið; þar sem hugtök
sálgreiningarinnar eru orðin veik og ofnotuð, eru ekki ráðgátur
lengur heldur orðin efniviður í nýjar kreddur; þar sem sálgrein-
ingin er orðin að undirstöðufagi og að stofnun og hún getur af sér
greinar sem eru undir of miklum áhrifum af henni, staðfesta hana á
yfirborðinu en dylja í raun og veru dulvitund í öðru veldi, einmitt
vegna hroðvirknislegrar og yfirborðskenndrar greiningar; þegar
við sjáum allt þetta verðum við að spyrja okkur sjálf hvort ekki sé
nauðsynlegt að sálgreiningin – ég á við sem meðferðarúrræði og
sannreynanleg þekking – haldi áfram að vera þversagnarkennd og
spyrjandi, án þess þó að vera leynileg vísindi eða tilraunastarfsemi
sem hefur óorð á sér.45
bridge: The MIT Press, 2003.
43 Stephen Frosh, For and Against Psychoanalysis, New York: Routledge, 2006, bls. 6.
44 Sama heimild, bls. 6.
45 Maurice Merleau-Ponty, „Phenomenology and Psychoanalysis“, Review of Exis-