Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 4
ARFLEIFð FREUDS
7
draganda.5 Mikið af efninu varð til á árunum 2005 til 2010 fyrir útgáfu á
vegum bókaforlagsins Nýhil í hinum svokallaða Af-flokki. Sú ritröð þverar
að einhverju leyti mörk bókmennta, lista og fræðilegrar umfjöllunar og
með bókunum Af steypu, Af okkur og Af marxisma var gerð áhugaverð til-
raun til að finna fræðilegri umræðu farveg í sjálfstæðri ritröð. Það varð þó
aldrei að bókin Af sálgreiningu liti dagsins ljós. Um hríð stóð til að efnið
kæmi út undir merkjum Háskólaútgáfunnar og fékkst vilyrði fyrir útgáfu af
hálfu Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Á þeim tíma lagði
Benedikt Hjartarson mikið af mörkum til ritstjórnarinnar. Viljum við sem
erum titlaðir gestaritstjórar þessa heftis þakka honum fyrir gjöfult samstarf
og dýrmætt framlag hans til verksins. Eins kunnum við öllum höfundum
og þýðendum, ritstjórum, ritrýnum, prófarkalesurum og öðrum sem hafa
komið að gerð heftisins á einum eða öðrum tíma bestu þakkir.
Myndverkið Sónar (2020) eftir Harald Jónsson prýðir að þessu sinni
forsíðu heftisins. Trapisuformið er auðþekkjanlegt, en það er öllu óljósara
hvað það birtir okkur. Við búumst við því að sónarmyndin sýni einn eða
fleiri líkama í fósturstellingu sem hafa enn ekki fengið nafn eða rödd. Það
er meðal annars á slíkum myndum sem mannslíkaminn hefur vegferð sína
inn í táknheim menningarinnar. Þá er gjarnan spurt um kyn fóstursins, um
heilsu þess og þroska, um framtíð þess og örlög. Sem liður í mótun sjálfs-
verunnar í ímyndarheimi samtímans er sónarmyndin einskonar snemmbúið
„ávarp“ handan tungumálsins.6 Þannig dregur listaverkið fram þá skörun
5 Jafnframt má nefna að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sálgreining sem kenning er
gerð að meginumfjöllunarefni Ritsins. Árið 2003 ritstýrðu þeir Guðni Elísson og
Jón Ólafsson hefti sem ber einfaldlega heitið Sálgreining (Ritið 2/2003) en efnið
var byggt á erindum af málþingi sem Hugvísindastofnun hélt Sigurjóni Björnssyni
til heiðurs í maímánuði þetta ár. Má þar finna ýmsar greinar sem standa í beinum
tengslum við efni sem birtist hér.
6 Franski heimspekingurinn Louis Althusser þróaði kenningar sínar um ávarpið (e.
interpellation) með hliðsjón af kenningum Sigmunds Freuds og Jacques Lacan en
hugtakið lýsir því hvernig einstaklingur mótast í samfélagi sem „varpar“ á hann til-
teknum hlutverkum og skilgreiningum sem hver og einn samsamar sig með ólíkum
hætti. Einhver kann að efast um að hugtakið eigi við um ófædd börn, en í því sam-
hengi má benda sérstaklega á orð Althussers: „Einstaklingurinn er ávallt-þegar
sjálfsvera, jafnvel áður en hann fæðist, og í því felst alls engin þversögn. Freud sýndi
fram á að einstaklingar væru alltaf „sérteknir· miðað við þær sjálfsverur sem þeir
væru ávallt-þegar með því einu að taka eftir hvaða hugmyndafræðilegu helgisiðir
fylgdu biðinni eftir „fæðingunni“, þessum „gleðiatburði“. Allir vita hversu mjög og
hvernig beðið er eftir ófæddu barni [...] það er fyrirfram gefið að það mun bera nafn
föðurins, það muni þannig fá sína sjálfsemd og enginn muni geta komið í stað þess.
Áður en það fæðist er barnið því ávallt-þegar sjálfsvera og því ætlað að vera það