Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 104
TIL TUNGLSINS OG TIL BAKA
107
varnarleysisins sem fylgir væntumþykju og ást, enda fela slík tengsl í sér
mögulega hagsmunaárekstra og „skerðingu á narsisisma“.16
óhamingja og andúð í ástarsamböndum orsakast af því að manneskjan
býr yfir takmarkaðri orku. Freud skýrir þetta meðal annars í umfjöllun sinni
um togstreitu fjölskyldu og samfélags í Undir oki siðmenningar (1930). Þar
kemur fram að þótt hjónaband og fjölskylda séu grundvallareiningar mann-
legs samfélags þurfi að gæta þess að öll orka mannsins beinist ekki þangað.
Samfélagið geri kröfu um að karlar göfgi hluta af kynhvöt sinni, enda hafi
þeir ekki „ótakmarkaða sálræna orku til ráðstöfunar.“17 Þessi „göfgun eðlis-
hneigða“ – sem fer fyrst og fremst fram í samneyti við aðra karla – valdi hins
vegar iðulega óánægju eiginkonunnar, enda þurfi eiginmaðurinn að miklu
leyti að „taka frá konum og kynlífi“ það sem „eyðist í þágu menningarinn-
ar.“18
Ástin er þannig tvíbent, jafnvel hættulegt, fyrirbæri í sálgreiningu. Eins
og sést þó á kenningum Freuds um siðmenninguna og togstreituna sem hún
veldur innra með manninum, leggur hann ríka áherslu á að skilja manneskj-
una á röklegan hátt og í víðu samhengi. Líkt og Immanuel Kant var Freud
maður þekkingar, rökvísi og skilnings. Hann greindi sig þó frá hugsuðum
upplýsingarinnar á mikilvægan hátt, en hann leit sjálfur svo á að hann „koll-
varpaði framfarahugsjóninni“ sem einkenndi upplýsinguna í áherslunni sem
hann lagði á „hættuleg yfirráð ástríðu yfir rökvísi.“19 Hann var undir áhrifum
rómantíkurinnar og heillaðist af hinu myrka í manninum, hinu djöfullega,
dulræna og ókennilega (þ. Unheimliche), en leitaðist jafnframt við að halda
fjarlægð frá þessum hugðarefnum og tryggð við vísindalega hugsun.20 Skýr-
asta dæmið um löngunina til að gera hið óröklega röklegt í samhengi ástar-
innar er áðurnefnt hvatahagkerfi, sem Freud notaði til að skilja upplifun
okkar af því að elska og vera elskuð.
Hefð er fyrir því að þýða orðið libido sem „lífshvöt“ á íslensku, en færa má
rök fyrir því að óþarft sé að halda í fyrri hluta orðsins í samhengi ástarhag-
kerfisins sem verður hér til umræðu. Í Handan vellíðunarlögmálsins (1920),
16 Sigmund Freud, „Hópsálfræði og sálgreining sjálfsins“, bls. 189. Hér dregur Freud
fram mikilvæga togstreitu ástarsambanda: „Ást á sjálfum sér þekkir aðeins eina
hindrun—ást á öðrum, ást á viðföngum.“
17 Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar, bls. 46.
18 Sama heimild, bls. 46.
19 Élisabeth Roudinesco, Freud. In His Time and Ours, þýðandi Catherine Porter,
Cambridge og London: Harvard University Press, 2016, bls. 215.
20 Sama heimild, bls. 215.