Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 174
DRaUMa-JÓI, RannSÓKn 3
253
Í bókinni talar Ágúst eins og það sé úrslitaatriði að fá sönnun fyrir fjar-
skyggni, og má þá skilja á honum að sú sönnun tengist rannsóknum eða
tilraunum. En tilraunirnar gefa síðan enga ástæður til að álykta sem svo að
Drauma-Jói hafi búið yfir fjarskyggni, og ef tilraunin á Vopnafirði skæri úr
um málið væri ljóst að Drauma-Jói bjó ekki yfir fjarskyggni. Samt ræðir
Ágúst efnið eins og það sé sannað, og er það þá sagnaskoðunin ein sem
styður niðurstöðuna: „Þótt saga þessi sé stutt og ekki merkilegri að efni, er
hún hin allra besta til þess að sanna fjarvísi Jóa.“59
Ef rannsóknin sem framkvæmd var beint á Drauma-Jóa er skoðuð, (hinn
dularsálfræðilegi hluti bókarinnar) þá er niðurstaðan neikvæð. En ef talað
er um rannsóknina á sögunum um Drauma-Jóa, þá telur Ágúst hinar þrett-
án vottfestu sögur vera sönnun fyrir fjarskyggnigáfu hans. Þannig má segja
að í augum nútíma lesanda sem tæki dularsálfræði tilraunina aðferðafræði-
lega gilda þá sýni Ágúst sem sálfræðingur fram á að Jóhannes Jónsson hafi
ekki búið yfir fjarskyggnigáfu. En sem sagnasafnari sem beitti þeirri aðferð
að reisa sannleikskröfuna á vottunum trúverðugra vitna þá komst hann að
niðurstöðu um að Jói hafi búið yfir draumskyggnigáfu. Sögur Jóa – sem
vitnisburð um gáfu hans – þarf því að kanna betur.
Aðferðir og ríkjandi hugmyndir
Sama hversu sérkennileg framkvæmd rannsóknar Ágúst H. Bjarnasonar
kann að virðast í augum nútímamanns, þá er hún fyrst og fremst lofsvert
frumkvöðlastarf. nauðsynlegt er að vera sér meðvitaður um túlkunarað-
stæðurnar sem nútíma lesandi er fastur í áður en nokkur dómur er felldur
yfir rannsóknaraðferðum fyrr á tímum. Ef lesanda þykir sagnasönnunarað-
ferð Ágústs losaraleg og byggð full mikið á huglægu mati er vert að hafa í
huga hverjar áherslurnar voru í sálfræðinámi hans. Eins og Sigríður Ásta
Vigfúsdóttir sálfræðingur rekur í ritgerð sinni Ágúst H. Bjarnason og fyrsta
íslenska kennslubókin í sálfræði,60 þá höfðu undir lok 19. aldar mótast þrjár
aðferðafræðilegar hefðir í sálfræði. Það voru klíníska hefðin, hefð Galtons
sem fól í sér notkun tölfræðilegra rannsókna, og svo Leipzig-hefðin sem
byggði á aðferðum Wilhelm Wundts sem fékkst við rannsóknir á innra ferli
hugans. Síðastnefndu rannsóknirnar fólust í að leysa margvísleg verkefni og
59 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 102.
60 Sigríður Ásta Vigfúsdóttir, „Ágúst H. Bjarnason og fyrsta íslenska kennslubókin í
sálfræði“, lokaverkefni til BS-gráðu í sálfræði, Sálfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið,
Reykjavík: Háskóla Íslands, 2013.