Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 79
DaGNý KRISTJáNSDóTTIR
82
þær voru fullar af hinum hrollvekjandi uppákomum eins og sjá má í hinum
sígildu barnabókum Lísu í Undralandi eftir Lewis Caroll og Pétri Pan eftir
James Matthew Barrie.3 Gotnesk einkenni4 hafa síðan orðið æ fyrirferðar-
meiri í nýrri barna- og unglingabókmenntum eins og í Gæsahúðabókum
R.L. Stine sem streymdu á markaðinn á tíunda áratug aldarinnar sem leið5 og
metsölubókum Lemony Snickett. Bókin Den förskräcklika historien om Lilla
Hon (2017) gengur langt í öllu tilliti í að myndgera „gotneskt barn“ frammi
fyrir gotneskum fantasíum. Hún hefur verið tilnefnd til helstu bókmennta-
verðlauna Svíþjóðar og það sýnir heldur betur hvað viðhorfin til þess hvað
börnum er fyrir bestu hafa breyst. Og ekki má gleyma hinum áhrifamiklu
bókum J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter. Flest nútímabörn eru
þannig alls ekki ókunnug gotneskum tilþrifum í eftirlætisbókum sínum.
Kenningar barnasálfræðingsins Brunos Bettelheim ganga þvert á allar
hugmyndir um ritskoðun gömlu ævintýranna. Í bók sinni The Uses of Enc-
hantment (1976) byggði hann á langri reynslu af meðferð barna með geðræn
vandamál.6 Hann segir að börn vilji ekki aðeins fræðast um það sem varðar
merkingu og tilgang lífs þeirra eins og fæðingu og dauða, hið góða og hið
illa, heldur þurfi þau að vita á þessu skil þegar þau vaxa úr grasi. aftur á
móti beri að miðla slíkri þekkingu eftir vaxandi þroska þeirra til þess að þau
meðtaki hvað það er sem ógnar þeim. Bettelheim heldur því enn fremur
fram að börn, sem stríði við ótta og kvíða, græði ekkert á yfirborðslegum
3 Sjá má vísanir til beggja bókanna í Kóralínu Neils Gaiman og um það hefur ver-
ið skrifað: Theresa Bailie, „Peter Pan and Coraline. Gender’s Impact on Mapp-
ing Psychoanalysis onto Physical Spaces“, verðlaunaritgerð í ritgerðasamkeppni
Western University árið 2015, sótt 5. október 2020 af https://ir.lib.uwo.ca/ungra-
dawards_2015/6.
4 Lýsingarorðið „gotneskur“ vísar til sérstaks byggingarstíls en hefur verið notað æ
meira í íslensku vafalaust undir enskum áhrifum. Ensk-íslensk orðabók um merkingu
orðsins í bókmenntum: „í stíl sem einkennist af hrollvekjandi, yfirnáttúrulegu eða
dularfullu söguefni í drungalegu umhverfi; gerist oft á miðöldum“, Ensk-íslensk orða-
bók, Reykjavík: Örn og Örlygur, 1984, bls. 432. Sjá einnig Guðni Elísson, „Dauðinn
á forsíðunni“, fyrri hluti, Skírnir, 1/2006, bls. 105–132, hér bls. 121–124.
5 Barnabókafræðingurinn Perry Nodelmann fór ómjúkum höndum um þær bækur,
sjá Dagný Kristjánsdóttir, „Margur óhreinn andinn“, Tímarit Máls og menningar
2/2005, bls. 28–41, hér bls. 37–38. Bókin Den förskräcklika historien om Lilla Hon
(2017) gengur langt í öllu tilliti í að myndgera „gotneskt barn“ frammi fyrir gotn-
eskum fantasíum. Hún hefur verið tilnefnd til helstu bókmenntaverðlauna Svíþjóðar
og það sýnir heldur betur hvað viðhorfin til þess hvað börnum er fyrir bestu hafa
breyst.
6 Bruno Bettelheim, The Uses of Enchantment. The Meaning and Importance of Fairy
Tales, New York: Vintage, 1989.