Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 24
TIl mÓTS VIð DAuðANN Í BRENNu-NJÁlS SÖGu
27
hefur verið sem „hvatadreifing“ eða „hvatasundurleysing“.11 um er að ræða
ástand þar sem Erosi tekst ekki lengur að binda dauðahvatirnar. Freud trúir
því að Þanatos sé sterkari en Eros og liggi nær innsta kjarna lífverunnar.
Hlutverk Erosar er fyrst og fremst að tefja fyrir hinum óumflýjanlega endi.
Samkvæmt Freud vill allt líf deyja, en þegar það hentar því.12
Bandaríski bókmenntafræðingurinn Peter Brooks hefur sent frá sér
merkilegt rit þar sem hann sýnir hvernig kenning Freuds um dauðahvatirnar
varpar nýju ljósi á eðli frásagna. Hann byggir á þeirri hugmynd að allar
frásagnir mótist af því hvernig þær endi. með vísan til „Handan vellíðunar-
lögmálsins“ heldur hann því fram að allar frásagnir séu nátengdar dauða-
hvötinni þar sem þær endurskapa gagnvirknina milli Eros og Þanatosar í
sjálfri formgerð sinni.13
Vissulega er örðugt að hugsa sér sögu án endis. Við það bætist að sá
sem segir sögu velur úr atvikum og raðar þeim upp þannig að þau leiða til
þess endis sem hann hafði í huga. Þetta rennir frekari stoðum undir þá full-
yrðingu að allar frásagnir stefni að endi sínum. En Brooks sér fleiri einkenni
dauðahvatanna í skáldskap, til að mynda hvernig unnið er með endurtekn-
ingar, til dæmis stuðla og rím í bundnu máli og þrefaldar endurtekningar í
goð-, hetju- og þjóðsögum. Dauðahvatirnar gera einmitt gjarnan vart við sig
með endurtekningum.
Þetta tengist því að Freud mótaði kenningar sína um dauðahvatirnar um
leið og hann vann með sjúklinga sem þjáðust af áfallastreituröskun eftir orr-
ustur fyrri heimsstyrjaldar. Þessir sjúklingar áttu það til að endurupplifa í
martröðum sínum hræðilegar aðstæður sem þeir höfðu lent í, en það gekk í
berhögg við kenningu Freuds um vellíðunarlögmálið.14 Því var hann knúinn
til að setja fram nýja kenningu sem tæki mið af þessu. Í nýrri nálgun hans
þjónaði endurtekningin þeim tilgangi að kalla fram blekkingu um að við-
komandi hefði náð tökum á áfallinu.
Dæmið sem Freud tók var úr lífi eigin fjölskyldu. lítill dóttursonur hans
fór einatt í mikið uppnám þegar móðir hans brá sér af bæ en tókst á við það
með því að endurtaka ótal sinnum sama leik. Hann kastaði leikfangi undir
rúm þannig að það hvarf honum sjónum. Þá hrópaði hann „fort“ (í burtu).
Svo skreið hann undir rúmið og náði í hlutinn og kallaði „da“ (hér). Freud
11 Sigmund Freud, Ritgerðir, bls. 335.
12 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 121; Peter Brooks, Reading for
the Plot. Design and Intention in Narrative, New York: Vintage Books, 1984, bls. 107.
13 Sama rit, bls. 112.
14 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 92.