Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 121
GUðRÚN ELSA BRAGADóTTIR
124
Theodore eyðir tíma með sinni heittelskuðu.
elskar sér eitthvað við hann sem aðrir sjá ekki. Það er ekkert, hlutlægt séð,
við líkama annarrar manneskju sem vekur ást okkar. Líta má á ímyndaðan
líkama Samönthu í huga Theodores sem hliðstæðu líkamans sem ástfangna
hugveran hefur upphafið. Líkami hennar, jafnvel þótt hann sé aðeins til í
huga hans, færir honum alveg jafnmikla ánægju og raunverulegur, áþreifan-
legur líkami, ef ekki meiri.
Hún sýnir að ást manneskju á vél kann vel að vera byggð á blekkingu,
en sú blekking er hvorki meiri né minni en sú sem einkennir ást almennt,
sama hver á í hlut. Í grunninn kviknar ást af skorti sem ýtir svo undir upp-
hafningu. Í Þremur ritgerðum um kynverundina bendir Freud á að upphafn-
ingin sem beinist að líkama annarrar manneskju í ástarsambandi sé víða í
sálrænum ferlum; segja megi að hugveran verði „vitsmunalega hrifin (það er,
dómgreind hennar veikist) af andlegum afrekum og kostum kynferðislega
viðfangsins og beygir sig undir dómgreind þess.“56 Ástin sem vaknar innra
með Theodore í garð Samönthu veldur honum áhyggjum af einmitt þeirri
ástæðu; hann óttast að hann geti ekki treyst eigin dómgreind, að sterkar
tilfinningar byrgi honum sýn og hann geti í raun ekki dæmt sjálfur um það
hvort það sé fáránlegt að falla fyrir stýrikerfi. Sannleikurinn virðist þó vera
sá að ást á stýrikerfi með gervigreind sé alls ekkert frábrugðin annarri ást,
eins og Amy, vinkona hans, bendir honum á: „Ég held að allir sem verða
ástfangnir séu furðufuglar. Það er klikkun að gera það. Það er eiginlega eins
konar félagslega viðurkennd geðveiki.“
56 Sama heimild, bls. 150.
21
Hún sýnir að ást manneskju á vél kann vel að vera byggð á blekkingu, en sú
blekking er hvorki meiri né minni en sú sem einkennir ást almennt, sama hver á í hlut.
Í grunninn kviknar ást af skorti sem ýtir svo undir upphafningu. Í Þremur ritgerðum um
kynverundina bendir Freud á að upphafningin sem beinist að líkama annarrar
man eskju í ástarsambandi sé víða í sálrænum ferlum; segja megi að hugveran verði
„vitsmunalega hrifin (það er, dómgreind hennar veikist) af andlegum afrekum og
kostum kynferðislega viðfangsins og beygir sig undir dómgreind þess.“56 Ástin sem
vaknar innra með Theodore í garð Samönthu veldur honum áhyggjum af einmitt þeirri
ástæðu; hann óttast að hann geti ekki treyst eigin dómgreind, að sterkar tilfinningar
byrgi honum sýn og hann geti í raun ekki dæmt sjálfur um það hvort það sé fáránlegt
að falla fyrir stýrikerfi. Sannleikurinn virðist þó vera sá að ást á stýrikerfi með
gervigreind sé alls ekkert frábrugðin annarri ást, eins og Amy, vinko a hans, bendir
honum á: „Ég held að allir sem verða ástfangnir séu furðufuglar. Það er klikkun að gera
það. Það er eiginlega eins konar félagslega viðurkennd geðveiki.“
Að hætta að hafa áhyggjur og njóta skortsins
Í upphafsatriði Hennar semur Theodore ástarbréf þar sem hann segir að það að verða
ástfanginn feli í sér að átta sig skyndilega á því að maður sé „hluti af stærri heild.“ Hún
dregur hins vegar athygli að undirliggjandi skorti í ástarsamböndum mennskra
sögupersóna þegar þær reka sig ítrekað á það að vera ekki eins og hinn aðilinn vildi eða
öfugt, að makinn uppfylli ekki þeirra kröfur. Skorturinn og ófullnægjan í mannlegum
ástarsamböndum skýrir hvers vegna Theodore leitar í ást gervigreindar. Gervigreint
ástarviðfang lofar eiganda sínum meiri ást en nokkur heilbrigð manneskja gæti veitt
honum; þessi ást nærir narsisisma hans og veitir honum ákveðið öryggi, enda „er
56 Sama heimild, bls. 150.
Commented [GEB4]: Myndatexti: Theodore eyðir tíma
með sinni heittelskuðu.