Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 32
TIl mÓTS VIð DAuðANN Í BRENNu-NJÁlS SÖGu
35
manna. Eina leiðin til að stöðva það er með því að rjúfa vítahring hefndar
og gagnhefndar, eins og Gunnar gerir eftir víg Sigmundar frænda síns (118)
eða eins og Síðu-Hallur, sem reynir að koma á friði með því að falla frá því
að taka bætur eftir son sinn látinn (411–412). Þrátt fyrir það er engin leið
að stöðva dauðahvatirnar og að lokum verður eyðingarmáttur þeirra ofan á.
Þannig getur sálgreiningin opnað nýja sýn á það sem knýr frásögn
Brennu-Njáls sögu, eins og raunar hefur þegar komið í ljós í áðurnefndri
grein Carolyn Anderssons.29 Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að það
megi, með hliðsjón af kenningu Freuds um dauðahvatirnar, öðlast dýpri
skilning á þessu merkilega listaverki. Þetta er saga sem tekur á djúpstæðan
hátt á baráttunni milli eyðandi afls dauðahvatanna og tilrauna lífshvatanna
til að halda Þanatosi í skefjum. Þetta má ráða af því hve höfundur er aug-
ljóslega upptekinn af sjálfviljugum dauða og af miklum endurtekningum í
formgerð sögunnar. Það má greina vissa hliðstæðu milli sögunnar miklu sem
hann leiðir lesendur sína í gegnum og átakanna sem Freud lýsir í sálarlífinu.
Sagan sýnir ástríður sem skapa hættu og góðgjarna menn sem reyna eftir
mætti að halda þeim í skefjum. Í lokin kemst friður aftur á, allt hverfur aftur
til „kyrrstöðu ólífrænnar veraldar“,30 eins og Flosi sem hverfur hljóðlaust
ofan í hafið. líf hans hefur runnið sitt skeið og því hefur lokið á eigin for-
sendum. Sama má segja um Brennu-Njáls sögu.
Ú T D R Á T T u R
margar persónur Brennu-Njáls sögu mæta sjálfviljugar dauða sínum. Feigð er hug-
leikin höfundi hennar. leitað er í smiðju bókmenntafræðingsins Peter Brooks og
upphafsmanns sálgreiningarinnar, Sigmund Freuds, til að skilja betur hvernig þetta
áleitna minni í sögunni tengist heildarbyggingu hennar. Stuðst er við kenningar
Brooks um „meistarafléttu Freuds“ þar sem átök dauðahvata og lífshvata í sálarlífinu
eru hliðstæða við grunnformgerð allra frásagna. með því er nýju ljósi varpað á þetta
einstæða listaverk.
Lykilorð: Brennu-Njáls saga, feigð, formgerð frásagna, dauðahvatir, Freud, Peter
Brooks
29 Carolyn Andersson, „No Fixed Point“, bls. 435.
30 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 146.