Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 69
SIGRÚN ALBA SIGURðARDóTTIR
72
einkennist af því að hið trámatíska augnablik yfirtekur líf einstaklingsins án
þess að hann átti sig raunverulega á því. Jacques Derrida hefur talað um
„innlimun“ í þessu samhengi, það er að segja fullkomna samsemd þar sem
ekki gefst neitt rými fyrir túlkanir.36 Hið afgerandi augnablik sest að í líkama
þess sem orðið hefur fyrir tráma, yfirtekur hann jafnvel. Bandaríski bók-
menntafræðingurinn Cathy Caruth orðar þetta á þá leið að sá sem orðið
hefur fyrir tráma verði að sjálfum sjúkdómseinkennum þeirrar upplifunar
sem hann ber með sér.37
Til að losna undan þessu ástandi, þar sem losunin, innlimun hins tráma-
tíska atburðar og endurtekningin eru við völd, þarf úrvinnsla að koma til.
Úrvinnslan (e. working through) felst í stuttu máli í því að endurheimta hið
afgerandi augnablik til þess að losa sig undan valdi þess. Freud notaði sögn-
ina durcharbeiten til að lýsa þessu ferli og er rétt að leggja áherslu á ending-
una -arbeiten í þessu sambandi, sem undirstrikar að hér er ekki um ósjálfrátt
ferli að ræða (líkt og þegar um endurtekningaráráttu er að ræða) heldur
meðvitað ferli sem krefst ákveðins framlags af sjúklingnum.38 Úrvinnslan
krefst þess að fundin sé leið til að innleiða svartholið, gatið sem aldrei verður
almennilega fyllt upp í, í ákveðna frásögn. Það er í raun forsenda þess að
hægt sé að tala um liðinn atburð sem endurminningu. Endurminningar, sem
einstaklingurinn setur saman í ákveðna línulega frásögn, þjóna þeim tilgangi
að skerpa sjálfsmynd einstaklingsins og móta honum stefnu frá fortíð og
inn í framtíð. Franski sálgreinirinn Pierre Janet sem var samtíðarmaður og
samnemandi Bergsons í París talaði í þessu sambandi um frásagnarminni og
lagði áherslu á að trámatísk upplifun sem hefði tekið á sig form frásagnar-
eftirfarandi texta: Dominick LaCapra, „Trauma, Absence Loss“, Critical Inquiry 25:
4/1999, bls. 696–727; Dominick LaCapra, Writing History, Writing Trauma, Balti-
more og London: The Johns Hopkins University Press, 2001 og Ricoeur, Memory,
History, Forgetting, bls. 70–74. Sjá enn fremur The Freud Encyclopedia, Edward Erwin
ritstýrði, New York: Routledge, 2002, bls. 599–602 og Psykodynamisk leksikon, Ole
Andkjær Olsen ritstýrði, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 2002, bls. 274–275.
36 Geoffrey Bennington gerir góða grein fyrir þessum hugmyndum Derridas í Jacques
Derrida, Chicago: University of Chicago Press, 1993, bls. 147. Derrida er hér að
vinna með enska hugtakið incorporation en það er þýðing á þýska hugtakinu Einver-
leibung sem sótt er til Freuds og Sigurjón Björnsson hefur þýtt sem innlimun. Sjá
Sigmund Freud, Ritgerðir, Sigurjón Björnsson þýddi, ritaði inngang og skýringar,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 336.
37 Cathy Caruth, „Introduction“, Trauma. Exploration in Memory, Cathy Caruth rit-
stýrði, Baltimore og London: The Johns Hopkins University Press, 1995, bls. 3–13,
hér bls. 5.
38 Paul Ricoeur hefur skrifað á áhugaverðan hátt um úrvinnsluferlið hjá Freud í Me-
mory, History, Forgetting, bls. 71 en að öðru leyti vísa ég hér á neðanmálsgrein 35.