Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 109
GUðRÚN ELSA BRAGADóTTIR
112
elskhuga, eða móður ef út í það er farið. Yfirlýstur tilgangur þess er að hjálpa
fullorðnum einstaklingum að skipuleggja líf sitt, ljúka verkefnum, leysa
vandamál, og svo framvegis. Hins vegar þróast sambönd OS1 og notenda
kerfisins ítrekað á þann veg innan söguheims Hennar að þau verða æ per-
sónulegri og vináttubönd umbreytast loks í ástarsambönd. Það er einmitt
það sem gerist í tilfelli aðalsöguhetja myndarinnar, Theodores og Samönthu
(það er nafnið sem stýrikerfið hans valdi sér sjálf, en þess má geta að Scarlett
Johannson ljær því rödd sína). Ástæða þessarar tengslamyndunar er fyrst og
fremst „vitundin“ sem OS1 býr yfir og geta þess til að breytast og „læra af
reynslu sinni“ af heiminum.37
Innra líf stýrikerfisins er það sem vekur áhuga Theodores. Snemma í
myndinni hrósar Samantha honum fyrir skarpskyggni á meðan þau eru í
göngutúr og virða fyrir sér fólkið sem á vegi þeirra verður, en þá er Sam-
antha einungis viðstödd í heyrnartólum hans og myndavélinni sem hann
geymir í skyrtuvasanum. Athugasemd Samönthu er vitnisburður um skarp-
skyggni hennar sjálfrar, vegna þess að hún kemur þarna auga á þann eigin-
leika Theodores sem gerir hann sérstaklega færan í starfi sínu, sem felst í
því að setja sig í spor annarra þegar hann skrifar ástarbréf fyrir þeirra hönd
hjá fyrirtækinu BeautifulHandwrittenLetters.com. Í kjölfarið trúir Theodore
henni fyrir því að honum líði eins og hann gæti sagt henni hvað sem er, en
hún segir þá að sjálfri líði henni ekki þannig. Tilhugsunin um persónulegar
hugsanir Samönthu æsa upp forvitni Theodores og þegar hann þrýstir á
hana kemur í ljós að hún skammast sín fyrir að láta sig dreyma um að ganga
við hlið hans í líkama, að klæja og biðja hann um að klóra sér.
Á þessum tímapunkti er stutt í ástarsambandið. Játning Samönthu í
göngutúrnum markar upphaf raunverulegrar nándar þeirra á milli, enda
felur hún í sér tvær mikilvægar staðreyndir. Í fyrsta lagi viðurkennir hún
skort þegar hún segir frá löngun sinni eftir líkama. Í öðru lagi felur ósk
hennar í sér áhuga á Theodore; hún upphefur líkama hans, líkama sem hún
vill vera nálægt og hún vill að snerti sig. Theodore bregst við játningunni
með því að segja „Það er mun meira í þig spunnið en ég hélt.“ Þessi við-
brögð gefa vísbendingu um að ást hans á Samönthu kvikni um leið og hann
37 Í þessu samhengi er forvitnilegt að hugmyndin um að þróuð tölvukerfi „læri“ hefur
verið hluti af umræðunni um gervigreind allt frá því að Alan Turing ritaði fyrstu
greinina um efnið, „Computing Machinery and Intelligence“ árið 1950. Sjöundi og
síðasti hluti greinarinnar ber einmitt yfirskriftina „Lærdómsvélar“. Sjá Alan Turing,
„Computing Machinery and Intelligence“, The New Media Reader, ritstjórar Noah
Wardrip-Fruin og Nick Montfort, Cambridge og London: The MIT Press, 2003,
bls. 49–64, hér bls. 61–64.