Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 163
BJaRnI M. BJaRnaSOn
242
athygli vekja svör Jóa þegar læknirinn reynir að stýra honum í svefninum
til höfuðstaðarins. Jói sér í draumi sínum mann í hárri brekku:
nú syngur hann: „Svíf þú nú sæta –“. Ætlarðu ekki að halda áfram?
(spyr læknirinn) – Tapaði mér alveg. Kannski ég fari að hugsa um
það. Já. nú já, nú er ég að fara yfir „heiði háa“, en ekki altaf „yfir
holt og móa gráa.“31
Hér skreytir „sofandi“ einstaklingur, eða maður í einhverskonar leiðslu-
ástandi, lýsingar sínar með tilvitnunum í söngtexta. Það minnir á að í seinni
taugaveikislegunni, þegar Jói var á fimmtánda ári, heyrðist hann stundum
syngja upp úr mókinu, en það var það fyrsta óvenjulega við hann sem menn
veittu eftirtekt. Má íhuga hvort viðfangið skynji að það muni ekki ráða fram
úr verkefninu og reyni af veikum mætti að heilla rannsakendurna með öðrum
hætti.32 nokkrum línum neðar lýkur hinni formlegu rannsókn33 án árangurs
hvað varðar að sýna fram á fjarskyggni Drauma-Jóa, og við taka greiningar
og hugleiðingar Ágústs. Það sem þar kemur hvað skýrast fram er eftirfarandi:
Árum saman, einkum á aldrinum frá tvítugu til þrítugs, virðist Jói
hafa haft mikla draumskygnisgáfu til að bera. Úr því, og einkum
eftir að hann kvæntist, fór að bera minna á gáfu þessari, en þó kom
hún stundum átakanlega í ljós eftir það eins og sjá má af sögunni
um kofort Jóns Skinna.34
31 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 199.
32 Sambandið milli rannsakanda og viðfangs verður auðveldlega tilfinningalegt og fer
að einkennast af vináttutengslum. Hluti af þessu ferli getur verið að viðfangið heilli
rannsakandann með hætti sem hefur ekkert að segja um hæfileikann sem skal kann-
aður, en getur haft áhrif á hvernig hann er metinn. Til dæmis þegar svissneski sál-
fræðingurinn Théodore Flournoy rannsakar Hélène Smith þá hrífst hann af henni
á þeirra fyrsta fundi vegna upplýsinga sem Flournoy býr yfir sem hún gæti hafa
öðlast með eðlilegum hætti: „at their first séance together, Smith impressed the
psychologist by revealing her knowledge of deceased members of his family.“ Sofie
Lachapelle, Investigating the Supernatural. From Spiritism and Occultism to Psychical
Research and Metapsychics in France, 1855-1931, Baltimore: The Johns Hopkins Uni-
versity Press, 2011, bls. 67.
33 Ágúst heldur þó tilraunum áfram bréfleiðis með tvennum hætti, annarsvegar biður
hann Jóhannes um að leita í draumum sínum að brjóstnál sem kona hans glataði,
hins vegar biður hann Jóhann Tryggvason bókhaldara á Þórshöfn um að halda til-
raunum áfram á Drauma-Jóa. Báðar þessar auka tilraunir eru í meira samræmi við
það sem sögurnar af Jóa segja að hann sé fær um. Árangurinn gaf ekki ástæðu til að
ætla að Jói byggi yfir fjarskyggnigáfu. Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 203–5.
34 Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, bls. 203. Til marks um að þetta sé þýðingarmikill