Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 202
RÓMANTÍK – SÁLGReINING – KVIKMYND
173
eigin sjálfs“ verður að horfa eindregið framhjá þeim lævíslegu aðferðum sem
aðrir beittu til að kalla fram þessa vofu. einu gildir hvort þessir aðrir eru
svikahrappar eins og barónessan eða skáld eins og Goethe. Bæði skreyta þau
hetju sína með táknum hins föðurlega keppinautar, annað í höllinni, hitt á
pappírnum. eigi greifinn að geta trúað því að hann sjái tvífara sinn, verða
einnig aðrir að trúa – lesendur Goethes. engu er að treysta nema orðunum
sem staðhæfa að tvær mannsmyndir líti eins út. Orðunum reynist þetta aftur
á móti þeim mun léttara, því innantómari sem þau eru. Það er ærin ástæða
fyrir því að skáldsagan í heild hefur ekki að geyma eina einustu útlitslýsingu
á söguhetjunni. Wilhelm Meister er innantómur eins og skissa.
„Það eru engir einstaklingar til. Allir einstaklingar eru líka ættkvíslir“.
Þetta var niðurstaða Goethes,9 einmitt þess einstaklings sem öll þýsk fræði
hafa síðar lofað fyrir að hafa fundið upp einstaklinginn. en líkt og bókartitill
Manfreds Frank gefur í skyn, var einstaklingurinn fram undir aldamótin
1800 aðeins almenningur í gervi einstaklings og þar með ekki einstakling-
ur.10 Ástæðan er augljós og felst í tæknilegum skilyrðum tímabilsins. Meister
og greifinn hans, Goethe og lesendur hans – allir gátu þeir trúað á tvífara,
einfaldlega vegna þess að orðin tákna ekki eitthvað einstætt – ekki einu sinni
sjálft orðið Doppelgänger eða tvífari. Og aðrir vistunarmiðlar en orðin voru
ekki til á dögum klassískrar rómantíkur.
Vesalings þunglynda greifann hlýtur að hafa grunað eitthvað. ella myndi
hann varla senda eftir Meister þetta sama kvöld, til að endurskapa áfall sitt.
Aftur fær upprennandi skáldið bók í hönd – að þessu sinni ekki til að leika
greifa sem hefur snúið sér að lestri á Goethe, heldur einfaldlega til að lesa
upphátt. Meister titrar vitaskuld af ótta við að sjáist í gegnum grímuna. en
einmitt þessi titringur í röddinni „hæfir til allrar hamingju inntaki sögunnar“
og gefur greifanum ástæðu til að „lofa sérstaka tjáninguna í upplestrinum“.11
Skýrar verður varla orðum að því komið, að tvífari klassísku rómantíkur-
innar kemur úr bókunum sem slíkum. Sá sem notar lestur og flutning sem
möguleika til samsömunar með þeim hætti sem Meister gerir, uppsker ást
greifynju og lof greifa.
Sú staðreynd að orð tákna ekki eitthvað einstætt felur ekki í sér magn-
leysi þeirra heldur kænsku, hvað sem öllum goðsögnum um skáldin líður.
9 Friedrich Wilhelm Riemer, Mitteilungen über Goethe, ritstj. Arthur Pollmer, Leipzig,
1921 [1841], bls. 261.
10 [Manfred Frank, Das individuelle Allgemeine. Textstrukturierung und -interpretation
nach Schleiermacher, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1977].
11 Goethe, Wilhelm Meisters Lehrjahre, bls. 220.