Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 237
SLAvOJ ŽIŽEK
208
þegn (e. subject) gegnsósa af blætisdýrkun vörunnar hljómar ásökun marx-
istans í garð þegnsins ekki svona: „vel má vera að vörur virðist í þínum
augum vera töfragripir gæddir sérlegum mætti, en í raun eru þeir hlutgerð
tjáning á tengslum á milli fólks.“ Ásökunin er frekar á þessa leið: „Þú gætir
haldið að vörur birtist þér sem einföld, efnisleg mynd félagsvensla (til dæmis
að peningar séu nokkurs konar inneignarnóta sem veiti þér rétt á hluta af
afurðum samfélagsins) en svona virðist þér þetta ekki vera í raun og veru.
Með því að taka þátt í samfélagslegum viðskiptum í þínum félagslega raun-
veruleika, ert þú talandi dæmi um þá óhugnanlegu staðreynd að vörur koma
þér í raun fyrir sjónir sem töfragripir sem gæddir eru sérstökum mætti.“ við
getum ímyndað okkur að borgaralegur þegn sæki námskeið í marxisma þar
sem blætiseðli vörunnar er til umfjöllunar. Að námskeiði loknu kemur hann
að máli við kennara sinn og kvartar undan því að enn sé hann fórnarlamb
blætisdýrkunarinnar. Kennarinn segir við hann: „En núna veistu hvernig
málum er háttað, þú veist að vörur eru ekkert annað en tjáningarform fyrir
samfélagsleg tengsl og alls enga töfra er í þeim að finna!“ Og nemandinn
svarar: „Auðvitað veit ég þetta allt saman, en vörurnar sem ég fæst við virð-
ast ekki vita þetta!“ Að þessu beindi einmitt Lacan staðhæfingu sinni um að
hina sönnu kennisetningu guðleysis sé ekki að finna í orðunum „Guð er ekki
til,“ heldur „Guð er dulvitaður.“ Til viðbótar þessu nægir að rifja upp það
sem Milena Jesenska skrifaði um Kafka í bréfi til Max Brod:
Í hans huga eru fyrirbæri á borð við peninga, kauphöll, gjaldeyris-
viðskipti, ritvél fyrst og fremst sveipuð fullkominni dulúð (og það
eru þau virkilega, bara ekki í okkar huga heldur annarra).6
Hér tæpir Jesenska á Kafka á marxískum hátindi hans; borgaralegur þegn
veit vissulega að peningar eru ekki gæddir töfrum, hann veit að peningar
eru einungis viðfang sem táknar ákveðin félagstengsl en í raunveruleikanum
hegðar hann sér engu að síður eins og honum beri að trúa því að peningar
séu töfrum gæddir. Þetta veitir okkur nákvæma innsýn í heim Kafka. Kafka
gat upplifað milliliðalaust þær draumórakenndu trúarskoðanir sem við
„venjulega“ fólkið afneitum. „Töfrar“ Kafka eru hinir sömu og Marx sagði
„guðspekilegan vanskapnað“ vörunnar. Endur fyrir löngu þóttumst við vera
trúuð opinberlega en vorum efahyggjufólk innst inni og gerðum jafnvel
gróft grín að opinberri trú okkar. Ef sú var reyndin standa mál á annan
veg núna. við höfum tilhneigingu til að lýsa yfir efahyggju/nautnahyggju/
6 Tilvitnun í Jana Cerna, Kafka’s Milena, Evanston: Northwestern University Press,
1993, bls. 174.