Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Blaðsíða 218
Julia Kristeva
Unglingsskáldsagan1
Að skrifa unglingsárin
Unglingurinn, rétt eins og barnið, er goðsagnakennt sköpunarverk hugar-
heims okkar eða ímyndunar sem gerir okkur kleift að fjarlægjast suma bresti
okkar, sundrung, afneitanir, höfnun eða einfaldlega þrár með því að gera
þær sýnilegar, leyfa okkur að heyra í þeim eða lesa, með því að hlutgera þær
í mynd einhvers sem er ekki fullorðinn.
Sum tímabil hafa dáð bernskuna. Á tímum Rousseau þráði fólk frjáls-
lyndan stöðugleika með nýjum samfélagssáttmála, eins og sjá má í Émile. Á
tímum Freuds og fyrstu freudistanna var leitað þekkingar á margvíslegum
afbrigðilegum hvötum, af varúð en þó markvisst.
Önnur tímabil einkennast t.a.m. af tvíræðni ungra einkaþjóna, skálka,
afbrota- eða ofbeldismanna – frá Casanova til Milos Forman og Mad Max
… Við virðumst vera nær þeim síðastnefndu. Hver svo sem raunveruleg
vandamál af völdum unglinga eru á okkar tímum, virðist, þegar talað er um
„unglinginn“ og ekki síður „skrif unglingsins“ út frá því sjónarhorni sem ég
mun beita hér, sem í því felist að velta fyrir sér hlutverki ímyndunarinnar í
gagnyfirfærslunni og hvernig hún nýtist í meðferðinni bæði fyrir sjúklinginn
og sálgreinandann.
Með orðinu „unglingur“ á ég fremur við opna sálræna gerð frekar en
ákveðið aldurskeið. Líffræðin talar um „opin kerfi“ þegar lífvera endurnýjar
sjálfsmynd sína í samskiptum við aðra; á sama hátt opnar unglingsgerðin sig
fyrir hinu bælda. Um leið kemur hún af stað sálrænni endurskipulagningu
1 Adolescence, 1986, 4, 1, bls. 13–28. [Greinin birtist fyrst í tímaritinu Adolescence,
1986, 4, 1, bls. 13–28. Hér er hún fengin úr ritinu: Julia Kristeva, Les nouvelles
maladies de l’âme, París, Fayard, 1993, bls. 203–228. Aths. þýð.]
Ritið
1. tbl. 21. árg. 2021 (189-204)
Þýðing
© 2021 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.21.1.11
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).