Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 250
ÓTTI KRISTINNA vIð SÁlARlÍFIð
221
að týnast í myrkviðum hennar eða fjarlægjast um of tært gagnsæi hennar.7
Taugaveiklun (e. neurosis) orsakast oftast af því að einstaklingur reynir að
lifa lífi sínu í trássi við líf dulvitundar – óháð hvort það líf er gott eða slæmt
– og lætur eins og það sé ekki til, hvorki í honum sjálfum né öðrum. Geð-
truflanir (e. psychosis) orsakast oftast af því að ekki er borin næg virðing fyrir
mætti þessarar djúpu undiröldu í sálarlífi okkar sem getur, sé hún vanmetin
og ekki um hana skeytt, skolað okkur í órafjarlægð burt frá sammannlegri
tilvist. Óttinn við þetta mikilvæga og frumstæða svið mannlegs lífs er eðli-
legur. En að óttast þennan veruleika, það svið sem djúpsálfræðin rannsakar
(að því marki sem hægt er) er líka að ýta lífinu frá sér og óttast það að vera
til. Í stað þess að þiggja með þökkum kraftaverk sköpunarinnar þá dæmum
hana sem „slæma“.
Ímyndir og dulvitund
Dulvitundin, hið frumlæga, óskipulagða og goðræna svið sálarlífsins er á
mörkum þess segjanlega og handan við veruleika hugtaka. Dulvitundin
byggist á eðlishvötum og líkaminn upplifir hana sem hneigðir. Hún tjáir sig
til vitundar með ímyndum, hvötum og sístæðri þrá eftir fullnægju. Þessi tján-
ing er mjög einstaklingsbundin og miðar fremur að sjálfstjáningu en sam-
skiptum við annað fólk, eins og hún þróast á mannsævinni og eftir því sem
hún verður mikilvægari.8 Þrátt fyrir þetta sjálfmiðaða eðli dulvitundar búum
við öll yfir þessari tjáningu og þess vegna getum við þekkt veruleika hennar
í öðrum. við reynum öll þennan veruleika og sýnum það m.a. í mismælum,
ofhlöðnum tilfinningaviðbrögðum (sem eru stundum ekki í neinu samræmi
við atvikið sem vakti þau), í krassandi líkamstjáningu, o.s.frv. Ómeðvituð
ætlan okkar er stundum augljós öðrum áður en við gerum okkur grein fyrir
henni sjálf. Margir óttast eða skammast sín fyrir þetta líf ímynda, hugmynda
og hvata þegar það brýst upp á yfirborðið. Margir óttast útrás óstjórnlegra
geðhrifa, s.s. reiði sem ryðst fram og skynsemin fær ekki stjórnað, eða ólgu
kynhvata sem krefjast fullnægingar og skeyta engu um viðtekin siðferðis-
gildi. við óttumst tilfinningahlaðin viðbrögð, bæði okkar sjálfra og annarra,
og það að sogast inn í alkrefjandi tog dulvitundar. Ógn einstakra geðhrifa
7 Ítarlega umræðu um dulvitundina sem eðlislægan þátt í manneskjunni, sjá 2. kafla í
Ann og Barry Ulanov, Religion and the Unconscious, Philadelphia: Westminister
Press, 1975.
8 Sjá C. G. Jung, „Two Kinds of Thinking“, Symbols of Transformation, Collected
Works, v, Princeton: Princeton University Press, 1956, bls. 7–34.